Fimmtudagur 14.10.2010 - 10:08 - 1 ummæli

Það er víst pressa á að auka framleiðslu

Þær stöllur Björk og Eva Joly eru á móti nýtingu orkuauðlinda landsins. Þær eru í hópi ofstækisfólks sem hefur gert það að karríer að vera á móti iðnaði og orkunýtingu. Þetta fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu að nóg sé af verksmiðjum sem framleiða málm og að nóg sé virkjað.

Ég spyr. Nóg fyrir hvern? Hvernig nóg? Þetta fólk ásamt öðrum í þeirra andstöðuiðnaði fabúlerar út í eitt um að nóg sé að gert en rökstyður það afar fátæklega. Þau notast við orðfæri sem færustu áróðursmeistarar sögunnar hefðu verið fullsæmdir að.

Það eru alver út um ALLT. Það á að virkja ALLAR sprænur. ALLIR sem vilja vinna í þessum bransa eru vont fólk, líklega útlendingar, sem vilja það eitt og helst að græða peninga á litlum varnarlausum þjóðum. Orðin alltaf og allsstaðar eru í öndvegi. ALLIR íslendingar sem vilja skoða nýtingu og aukna framleiðslu eru hirðulausir um umhverfi og náttúru. Ílla meinandi fólk sem vill sjá eiturspúandi málmverksmiðjur um allar koppagrundir….Eru ekki örugglega 20 álver á Íslandi?

Félagi Ögmundur fer mikinn núna og talar um þá sem vilja skynsamlega nýtingu í sátt og samlyndi við Guð og menn.

Það fólk vill bara álver eða dauða segir Ömmi. Ofstækið er augljóst og þegar gengið er á hann með hugmyndir um nýtingu auðlinda eða atvinnulíf almennt kemur annað orð sem atvinnuandstæðingarnir nota mikið. Við gerum auðvitað „eitthvað annað“. Hvað það er höfum við séð undanfarin tvö ár.

Það er enginn pressa á að auka framleiðslu segja græninginn og söngkonan. Ég held því fram að því sé öfugt farið en hávaðinn í þessu liði og aðgengið að fjölmiðlum er stórt. það er pressa á að auka framleiðslu á Íslandi. Við getum ekki öll lifað á því að vera listamenn eða atvinnustjórnmálamenn með aðsetur erlendis.

Skoðum okkar möguleika í sátt við Guð og menn. Náttúru og umhverfi. Og losum okkur við þvælukreddur og ofstæki í leiðinni. Dellan um að við „þurfum“ ekki að framleiða meira af rafmagni er svo fáránleg firra að engu tali tekur og líka að öll slík framleiðsla sé vond fyrir land og þjóð, náttúru og umhverfi.

Hverjum dettur í hug að Norðmenn eigi að hætta að vinna olíu úr sjó af þeirri ástæðu að nóg sé komið? Og það þeir ættu að snúa sér að „einhverju öðru“?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Álverin halda mestum hagnaðnum sem kemur af framleiðslu þeirra. Það mætti frekar veita raforku í einhverja innlenda framleiðslu.Nóg er líka komið af áli, það er einfaldlega heimskulegt að setja svona mörg egg í eina körfu (ál er ekkert trygg framleiðsla frekar en eitthvað annað)Svo í lokin þá er búið að níðast á náttúru Íslands nógu mikið með því að sökkva landi í gríð og erg.Kveðja 101-listaplebbi-sem-borðar-fjallagrasa-flatkökur

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur