Mánudagur 15.11.2010 - 11:34 - Rita ummæli

Gunnar Smári Egilsson dúkkar nú allt í einu upp og fer að tala um Baugsmálið. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason muni hafa hitt mafíósann sjálfan og reynt að gera við hann díl. Þarna er almennileg kjaftasaga…..

Ég hélt reyndar að hagstæðast væri fyrir þá menn sem sátu við hægri hönd aðal árum saman og spreðuðu illa fengnu fé í viðleitni til að stækka veldið myndu ekki hafa heilsu í svona nokkuð.

Og svo kemur á daginn að hér er um óskhyggju Gunnars Smára að ræða eða í besta falli misskilning ef ekki hreinan tilbúning. Gunnar Smári er um margt skemmtilegur gaur en söguskýringar hans í nútíð og þátíð um það sem snýr að Jóni Ásgeir og Baugi eru flestar ekki fimmauarvirði.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur