Mánudagur 22.11.2010 - 10:16 - 3 ummæli

Pólitísk afskipti af dómsvaldinu

Stjórnmálasamtökin VG álykta um málefni níumenninganna svokölluðu. Stjórnmálamennirnir vilja skipta sér af dómsvaldinu með beinum hætti og finnst það alveg eðlilegt. Mér finnst það fráleitt af öllum hugsanlegum ástæðum.

En þetta þarf í sjálfu sér ekki að koma svo mjög á óvart. Þeir sem lengst sitja til vinstri telja í prinsippinu að pólitíkusar eigi að ráða öllu. Þar með talið dómsvaldinu. Nú fyrir skemmstu beittu þeir sér fyrir því að dómsvaldið verði sett í að rétta yfir stjórnmálamanni vegna pólitískra skoðana og aðgerða hans.

Þessi hugsun öll var þekkt í ráðstjórnarríkjunum og er sem betur fer á undanhaldi. Dómsvaldið á að starfa óháð og án þrýstings frá framkvæmda og eða löggjafarvaldi en VG er hvoru tveggja. Pólitísk afskipti af dómsvaldinu er ekkert grín gott fólk.

Þeir sem fá krampakast vegna þessa pistils geta sett Sjálfstæðisflokkinn inn í mengið í stað VG til að fá rétta tilfinningu fyrir því sem hér er um að ræða.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Æi Röggi. Dómsvaldið er fullt af fasistum sem valdaelítan er búin að planta þar alla Íslandssöguna. Kominn tími til að hafa afskipti af þessu pakki sem er alla tíð búið að misnota vald sitt. Sjálfsagt að kalla það pólítísk afskipti að ráðast gegn elítunni. En hún skal burt og ofsóknum hennar skal hætt. Hættu svo þessum sleikjuskap við fasistana Röggi.

  • Anonymous

    En eru þetta afskipti af dómsvaldinu, eru þetta ekki afskipti af ákæranda, sem er hið opinbera. Hið opinbera getur fallið frá kærunni ekki satt, enda er hún fáránleg.

  • Anonymous

    Hárrétt hjá Nafnlausum nr. 2. Það er verið að hvetja til að fallið verði frá ákæru. Ákærandi er Alþingi, þannig að þarna er stjórnmálaflokkur að reyna að hafa áhrif á framkvæmdavaldið (sem flokkurinn fer sjálfur með…). Ef ályktunin hefði snúist um að þrýsta á dómara að sýkna níumenningana, þá væri það afskipti af dómsvaldinu. Elementary, my dear Röggi.Og Röggi, að vísa alltaf í ráðstjórnarríkin þegar verið er að gagnrýna vinstri menn er álíka kjánalegt og að vísa alltaf í Hitler þegar sjálfstæðismenn eru gagnrýndir. Hvort tveggja ber vitni um rökþrot.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur