Miðvikudagur 24.11.2010 - 09:04 - 1 ummæli

Styrmir og samstarfið við VG

Styrmir Gunnarsson er mætur maður og ekki geri ég lítið úr skoðunum hans í neinu en mér er þó fyrirmunað að skilja tal hans um mögulegt samstarf Sjálfstæðisflokks við VG. Það eina sem Styrmir og skoðanabræður hans í þeim efnum sjá í VG er andstaðan við inngöngu í ESB. Og í því máli sýnist mér jafnvel blikur á lofti hvað VG varðar.

Kannski sér Styrmir þetta sem hentugan millileik til að koma ESB málinu frá í bili hið minnsta því varla tekst Styrmi að gleyma alveg fyrir hvað VG stendur í stjórnmálum. Stefna VG í efnahags og atvinnumálum er í grunninn afleit og ónýt. Grunnafstaða flokksins í ríkisfjármálum og hugmyndir um ríkisafskipti af öllu getur eða ætti ég öllu heldur að segja, ætti aldrei að geta samræmst stefnu Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum ef allt er með felldu þar.

Ég sjálfur hef litla sannfæringu fyrir ágæti inngöngu í ESB en tel það mál í fínum farvegi núna. Mér finnast tilraunir til þess að koma í veg fyrir að við náum sem bestum díl við ESB ekki skynsamlegar. Til þess að klára það mál og til þess að umræðan um ESB snúist ekki um öfgana á sitthvorum enda málsins þarf samning til að tala um. Og kjósa svo. Hvað mælir gegn þessari aðferðafræði?

Ég vona að hugmyndir Styrmis um samtarfs við þann hluta VG sem vill ekki undir neinum kringumstæðum skoða ESB aðild verði aldrei ofan á. Því miður er sá hópur að mestu óalandi og óferjandi í samstarfi að ég tali nú ekki um grundvallarskoðanir þess hóps í pólitík sem eru eins langt frá mínum og mögulegt er….

…og reyndar Sjálfstæðisflokksins líka.

Hélt ég

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anonymous

    Þetta er sama fólkið , VG og sjálfstæðisflokkurinn.Íhaldsöflin eru söm við sig. Greining Styrmis er rökrétt og í fulu samræmi við skrifa hans síðustu árin.Þetta þarf því engum að koma á óvart.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur