Föstudagur 26.11.2010 - 13:11 - 3 ummæli

Lögfræði landsdóms

Landsdómsmálið er auðvitað eitt risastórt klúður. Það viðurkenna allir og sumir þurfa að læðast með sínum pólitísku veggjum það sem eftir er vegna framgöngu sinnar í því efni. Geir Haarde er þó lítil huggun í því að menn sjái nú hversu fáránleg staða það er að hann þurfi að svara til einhverra saka fyrir að vera stjórnmálamaður.

Nú er ekki annað í boði en að taka þessu og gera allan þennan málatilbúnað þannig að einhver mögulegur sómi sé að. Kannski er það til marks um að enginn hefur áhuga á þessu lengur eða að hefndarþorstanum sé svalað með því að ákæra Geir einan að fjölmiðlar og almenningur virðast ekki hafa áhuga á ótrúlegum fréttum af framgangi þessa leikhúss fáránleikans.

Fréttir af skipan verjanda til handa Geir Haarde eru í raun alveg makalausar. Sækjandinn í málinu tefur skipan verjanda vegna þess að dómarinn hefur beðið sækjandann um álit á þeim gjörningi á Geir fái verjanda. Ég skil vel að þú þurfir að lesa þessa setningu tvisvar….

Þetta er svo gersamlega út í hött að ég nánast trúi varla sögunni og skil ekki hvaða lögfræði er lögð þarna til grundvallar. Ég sé þó í nýju ljósi yfirlýsingu Skúla Helgasonar sem lýsti því yfir skömmu eftir að hann greiddi atkvæði með ákæranni að þetta fyrirkomulag væri í besta falli gallað ef ekki ónýtt….

Ég reikna með því að eitthvað heyrðist í kórnum sem hvatti Ögmund til að skipta sér af dómstólum í máli níumenninganna ef sækjandinn í því máli hefði verið beðinn um það af dómaranum að hafa skoðun á skipun verjanda til handa þeim.

Á þessu tvennu er enginn munur en dauðaþögnin sem um þetta ríkir er til skammar eins og málið í heild sinni.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Svarar til saka fyrir það að vera Sjálfstæðisflokksmaður og framfylgja stefnu hans. Og ekki að ástæðulausu eins og 64% þjóðarinnar veit.

  • Anonymous

    Mjög gott mál að Geir þurfi að taka ábyrgð á afglöpum sínum.

  • Anonymous

    Eru ekki fleiri stjórnmálamenn sem þurfa að svara til saka..?? hef aldrei vitað annað eins bull“Sækjandinn í málinu tefur skipan verjanda vegna þess að dómarinn hefur beðið sækjandann um álit á þeim gjörningi á Geir fái verjanda“ það eiga allir rétt á verjanda..upplifi þetta sem nornaveiða og hengja á einn mann fyrir allra sakir…réttarkerfið hér á landi er einn stór skrípaleikur!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur