Miðvikudagur 01.12.2010 - 12:58 - 5 ummæli

Svavar um Ólaf Ragnar

það telst til stórtíðinda í mínu lífi þegar ég og félagi Svavar Gestsson erum sammála. Svavar gagnrýnir Ólaf Ragnar sem enn einu sinni hefur gleymt því að hann er ekki stjórnmálamaður og gasprar um hluti sem eru ekki á hans könnu við erlenda fjölmiðla.

Forsetinn talar um Icesave og evru og önnur þau mál sem hann hefur pólitískann áhuga á og það er óþolandi og hefur alltaf verið. Mér finnst reyndar gaman að því að núna fyrst eru gamlir félagar hans og samherjar að finna að þessu verklagi Ólafs en þetta hefur verið hans háttur alla forsetatíð hans. Núna bara hentar það ekki….

Núna er hann nefnilega ekki að misnota embættið til að berja á vonda fólkinu í hinu liðinu. Og það má ekki. Þegar rætt er um hlutverk og stöðu forsetaembættissins er best að gleyma því með hverjum maður heldur í pólitík.

Ólafur Ragnar hefur verið að færa sig stöðugt upp á skaftið á Bessastöðum án umboðs til þess og það er kjarni málsins að mínu viti. Fyrst gerði hann það í fjölmiðlamálinu og fékk til þess stuðning mikinn frá Svavari og félögum. Þá var vinstri elítan ekki með neina skoðanir á því hvort þingræðinu væri ógnað og stóryrðin ekki spöruð til handa þeim sem gagnrýndu þann skandal út frá prinsippum um embættið.

Þess vegna er þátttaka manna eins og Svavars í umræðum um framgöngu Ólafs Ragnars í embætti svo máttlítil.

En samt svo þörf…..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Anonymous

    Það er frábært að Ólafur tali máli Íslands erlendis, ég sé ekki ríkissjórnina gera það.

  • Anonymous

    Þetta er allrar athygli vert en þó kolrangt. Svavar Gestson var aldrei pólitískur samherju Ólafs Ragnars. Þeir voru vissulega í sama flokki en ég held að þeir hafi einfaldlega aldrei verið sammála um neitt. Svavar átti bakland í ABR sem þoldi einfaldlega ekki Ólaf Ragnar sem átti bakland í Birtingu eða hvað það félag annars hét. Þau fóru öll yfir í Samfylkinguna en ABR félagar fóru í VG.

  • Hvaðan kemur sú fáránlega hugmynd að ÓRG sé ekki pólitískur?Þegar fólk að sínum tíma ákvað að kjósa pólitíkus í þetta embætti þá hlítur það að hafa ætlast til þess að hann yrði pólitískur forseti, allt annað er bara rugl.ÓRG var er og verður alltaf pólitískur algerlega óháð því hvaða stöðu hann gegnir.

  • Anonymous

    Ég er að komast á þá skoðun að Pálmi Gests sé betri ÓRG en maðurinn sjálfur.Þorsteinn Úlfar

  • Anonymous

    Gleymum því ekki að Ólafur sparaði þjóðinn litla 100 MILLJARÐA með að setja Icesave samninginn í hendur þjóðarinnar.ÞAÐ svíður Svavari.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur