Fimmtudagur 20.01.2011 - 10:05 - 4 ummæli

DV Heiða birtir nafn dómara

Nú er réttað yfir níumenningunum og sitt sýnist hverjum. Margir og þar á meðal forsætisráðherra furða sig á að þetta séu einu réttarhöldin frá hruni hingað til. Vissulega áhugaverður punktur þannig séð þó að ég hafi takmarkaða samúð með málflutningi þeirra sem reyna að bera saman rannsóknir á því sem níumenningunum er ætlað versus það sem fór fram í bönkunum.

Reiði þeirra sem standa með níumenningunum í þessu máli er stór og tilfinningahlaðin og fjölmiðlar gera henni góð skil. Hér er stórt grundvallarmál til umfjöllunar og mikilvægt að dómstólar vandi mjög vinnuna og niðurstaðan verði vel ígrunduð og rökstudd.

Við erum réttarríki og mér vitanlega eru fáir sem vilja breyta því. Reyndar hafa of margir fyrir minn smekk enga sérstaka meginskoðun á slíku heldur taka bara afstöðu út frá tilfinningum og skoðunum sínum frá einum degi til annars. Þarna á ég við fólk sem finnur dómstólum allt til forráttu þegar þeir komast að „rangri“ niðurstöðu og svo öfugt þegar niðurstaðan er „rétt“.

Slíkur hugsunarháttur er hættulegur og gagnslaus. Heiða B. Heiðars bloggari á DV birtir í dag á facebook síðu sinni nafn þess manns sem dæmir í máli níumenninganna og birtir texta með sem ekki nær nokkurri átt. Hugsunin á bak við þetta er án efa ekki slæm og Heiða vill reyna að koma á framfæri óánægju sinni með framvindu málsins og birtingarmynd þess valds sem hún virðist telja misbeitt hér birtist henni í persónu dómarans. Og því er hans persóna gerð að þungaviktaratriði. það er út í hött auðvitað…..

Þessa aðferð er reyndar búið að útfæra og kenna okkur árum saman af Baugsfólkinu sem réðist alltaf að þeim persónum sem um mál þeirra véluðu af hálfu dómsvaldsins og lögreglu. Þetta er vond aðferð sem því miður hefur sýnt sig virka hvort sem góðir menn eða vondir beita henni og áháð því hvort málsstaðurinn er góður eða slæmur.

Svona á ekki að umgangast réttarkerfið Heiða….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Æi greyið mitt, ertu búinn að gleyma því þegar Mogginn birti myndir af fimm hæstaréttardómurum á forsíðunni?

  • Anonymous

    Það þyrfti að lýsa eftir og birta myndir af ca. 36% kjósenda

  • Ég hef ekki séð það sem þú vísar í á FB en skil ég þig rétt að þér finnist rangt að birta nöfn dómara ? Fyrirsögnin bendir til þess að þér finnist nafnbirtingin slæm. Þú þarft þá að koma þeirri skoðun áleiðis víðar en hér, því dómstólarnir stunda þetta grimmt. Í dagskrá þeirra er .t.d. alltaf tekið fram hvaða dómari hefur hvaða mál.

  • Þar sem þú hefur ekki rænu á að hafa eftir mér það sem ég skrifaði, þá er það hérna „Dómarinn í máli 9menninganna heitir Pétur Guðgeirsson. Leggið nafnið á minnið og vonið heitt og innilega að þið þurfið ALDREI að mæta þessum trédrumbi í réttarsal….. og helst ekki á förnum vegi heldur“Og stend við það

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur