Laugardagur 29.01.2011 - 13:42 - 4 ummæli

Ögmundur axlar ábyrgð…

Landskjörstjórn hefur sagt af sér vegna klúðursins sem varð til þess að kosningar til stjórnlagaþings eru ógildar. Þetta þykja tíðindi á Íslandi eins og við þekkjum það. Og það eru auðvitað stórtíðindi í sjálfu sér….

Ögmundur Jónasson hefur haldið með afbrigðum illa á sínum vondu spilum í kjölfar úrskurðar hæstaréttar. Hann hefur reynt að hártoga nauðsyn þess að halda alvöru kosningar á Íslandi og í leiðinni hvatt ýmsa til þess að gera störf hæstaréttar totryggileg á pólitískum forsendum þó lúsaleitun sé að fólki sem telur úrskurðinn rangan og illa rökstuddann. Fyrir þá sem ekki vita er skynsamlegt að benda á að téður Ögmundur er ráðherra innanríkismála…

Og nú bregður svo við að félagi Ögmundur sem ætlaði að skapa nýtt Ísland þegar hann ásamt öðrum fjarstýrði búsáhaldabyltingunni telur algerlega óþarft af landskjörstjórn að segja af sér. Menn axli ábyrgð best með að laga sjálfir og breyta. Öðruvísi mér áður brá….

Ögmundur segir þetta auðvitað sjálfum sér til varnar enda gamall refur í bransanum og hver einasti maður veit að ef hann væri í stjórnarandstöðu núna myndi hann fara mikinn og fara með stóryrði og tala um afsagnir og öxlun ábyrgða með allt öðrum hætti en hann gerir í dag.

Auðvitað þarf að breyta mörgu og ekki síst á alþingi þar sem umræðan á stundum langt í land en fyrir mér er ljóst að félagi Ögmundur verður hvergi nærri þegar sú bylting verður gerð. Ef allt er eðlilegt verður hann hinum megin byltingar að verja gamallt kerfi og gamlan hugsunarhátt.

Byltingin étur börnin sín

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Það var ekki Ömmi sem flutti frumvarp um stjórnlagaþing og hann kom í ráðuneytinu um það leyti sem öllum undirbúningi var lokið …

  • Anonymous

    Veit ekki þetta með „lúsleitina“ þína.Ég þekki marga sem eru hugsi yfir stöðunni sem hæstiréttur tekur í málinu. Þeir ógilda niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu á veikum rökum. Ég kaus þarna og get ekki sagt að ég hafi upplifað hættuna á að einhver hafi kíkt yfir öxlina á mér. Ég er ekki móðgaður yfir að hafa ekki fengið að brjóta saman seðilinn og mér skilst að það hafi ekki verið hægt að opna kjörkassana án þess að það sæist á þeim. Og annað eftir því. Er ekki dálítið langt gengið að snúa niður rétt þjóðarinnar til að tjá skoðun sína í kosningu vegna formalisma.Þetta myndi horfa öðruvísi við ef hætta væri á að niðurstaðan væri bjöguð, svindluð eða eitthvað.En auðvitað er niðurstaðan endanleg. Ég er bara að segja að margir sem ég hef talað við allavega eru ekki sannfærðir um að þetta álit réttarins sé þetta óumdeilda rökfræðilega þrekvirki sem þú vísar til.

  • Anonymous

    Af hverju eruð þið sjálfstæðismenn alltaf að halda uppi lygasögunni um fjarstýrðu byltinguna á lofti?ó, já… Þess vegna…

  • Hæstiréttur kom með álit ekki dóm spurningin er: hvert verður næsta trykk íhaldsins/LÍÚ þeir afhjúpuðu sig illigega þegar þeir inneimtu greiðana sem þeir áttu inni hjá hæstarétti, þeir ganga svo langt að taka meirihluta vinnumarkaðarins í gíslingu. Gaman verður að sjá viðbrögð þeirra við tillögu nýkjörinna stjórnlagaþingmanna um stjórnarskrárdrög sem verða lögð fyrir þjóðina

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur