Mánudagur 31.01.2011 - 00:10 - Rita ummæli

Ég hef lengi talað fyrir þrískiptingu valdsins og einn þáttur sem farið hefur fyrir brjóstið á mér er þegar framkvæmdavaldið þ.e. ráðherrar hafa það vald einir og sér að skipa dómara. Ég er af grundvallarástæðum á móti slíku fyrirkomulagi og skiptir mig þá akkúrat engu hvort Sjálfstæðisflokkurinn er með ráðherra dómsmála eða einhver annar flokkur.

Ég hef fylgst með því hvernig DV og nú í dag Jóhann Hauksson sem titraði beinlínis af geðshræingu þegar hann reyndi að draga dóm hæstaréttar í stjónrlagaþingsmálinu í efa á pólitískum forsendum. Rökstuðningur og lagagreinar skipta Jóhann Hauksson engu. Hann sér ekki slíka smámuni.

Jóhann Hauksson er klassíkst dæmi um mann sem hugsar ekki heildstætt og langt. Jóhann Hauksson hefur ekkert við störf hæstaréttar að athuga þegar hann kemst að „réttri“ niðurstöðu og skiptir þá engu hversu margir dómaranna eru skipaðir af Sjálfstæðisflokknum.

Málefnaleg umræða um þennan stórmerkilega dóm ratar ekki inn í hugarheim Jóhanns Haukssonar og DV. Hér er einfaldlega um „rangan“ dóm að ræða og þá er öllu til tjaldað.

Jóhann Hauksson er ekkert endilega á móti því að ráðherrar skipi dómara

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur