Þriðjudagur 01.02.2011 - 23:05 - Rita ummæli

Stórmögnuð „frétt“ hjá kvöldvakt DV.

Þar er reynt að snúa út úr orðum Jóns Steinars Gunnlaugssonar dómara við hæstarétt þegar hann ræðir það að menn viti að hann sé vinur Davíðs Oddsonar og að menn geti ef þeir vilji reynt að gera það að stórmáli. Þeir sem sáu viðtalið geta með engu móti skilið ummæli Jóns Steinars um þetta mál eins og DV reynir að láta þáu líta út. Nauðsynlegu samhengi orða Jóns Steinars er sleppt annað hvort af skorti á fagmennsku eða einbeittum vilja til að villa um fyrir lesandanum.

Við horfum orðið upp á fullorðið fólk sem vinnur á fjölmiðlum í óhemjubarnlagu stríði við mismerkilega ímyndaða óvini. Málefnaleg umræða um grundvallarmál víkur fyrir kreddum á báða bóga.

Í gær virðist Mogginn hafa búið til frétt um blaðamann DV og í kvöld nennir einhver á kvöldvaktinni á DV að skrifa svona frétt. Mér sýnist fjölmiðlar á Íslandi ekki vera stjórnmálamönnum sumum mikill eftirbátur þegar kemur að sandkassaleikjum.

Þessi tæki, fjölmiðlar, ættu ef vel væri á málum haldið að geta verið í farabroddi þegar kemur að því að reyna að búa til vitræna umræðu, ekki síst á hinu pólitíska sviði.

Mér sýnist vanta eitthvað aðeins meira en herlsumuninn þar….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur