Mánudagur 07.03.2011 - 13:21 - Rita ummæli

Ég held með WBA i enska boltanum og hef gert lengi. Við erum jójó lið sem brillerar annað hvert ár í næst efstu deild en fellur svo hitt árið með sæmd eins og það er stundum kallað. Þetta er smáklúbbur sem er trúlega rekinn fyrir minni upphæð en minjagripabúðir stóru klúbbana. En ég er stoltur stuðningsmaður samt.

Ég er líka mikill aðdáandi Alex Ferguson eins og líklega flestir eru þó örugglega sé erfitt að gangast við því stundum. Lifandi goðsögn sem alltaf virðist geta búið til lið sem nær árangri. En það er með hann eins og aðra menn að ekki eru allir dagar góðir.

Hann er búinn að koma sér upp frekju og fýlukasti út í allt og alla undanfarið og það tengist bara því að liðið hans er ekki að skila því sem hann vill. Vörnin sem tryggði honum hvern sigurinn ofan í annan er fjarverandi að hluta eða öllu leiti nú um stundir og þá er ekki að sökum að spyrja,

En gamli maðurinn hefur fundið óvini sem hentugt er að ræða um frekar en árangurinn. Nefnilega fjölmiðlamenn og dómara. Þetta hefur gerst áður hjá honum en núna er að keyra um þverbak. Dómarar eru aðeins til umræðu þegar sá gamli telur sig fara illa út úr þeirra ákvörðunum og alls ekki öfugt.

Fjölmiðlar eru svo bannfærðir hver á eftir öðrum af því þeir kunna ekki skrifa söguna eins og Fergie vill. þetta er dapurlegt og þó ég ætli mér ekki að reyna að hafa meira vit en Alex Ferguson á fræðunum að þá er þetta að mínu mati ekki hugafar eða hegðun siguvegarans.

Íþróttasagan er sneisafull af dæmum þar um þjálfara og lið sem missa sjónar á því sem skiptir máli og allt fer í handaskol. Í fyrra ákvað knattspyrnudeild KR að gera flotta frammistöðu dómara í bikarúrslitaleik að stórmáli dögum saman og tímbilið fór út um þúfur með það sama.

Nú nýverið ákvað handboltadeild Fram að leggja fram ónýta kæru vegna leiks og forrráðamenn deildarinnar fóru mikinn. Kæran tapaðist og liðið hefur ekki unnið leik eftir þann sirkus allan. Mýmörg svona dæmi er til….

Mér finnst framkoma Ferguson þessa dagana út í hött og hann hefur tapað húmornum og mér kæmi ekki á óvart að liðið ynni ekki deildina þetta árið…

En sagan hefur líka kennt mér að þessi tiltekni Ferguson skrifar söguna aftur og aftur…..

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur