Laugardagur 12.03.2011 - 22:19 - Rita ummæli

Lagatækni og siðferðissjónarmið Ragnars Önundarsonar

Ragnar Önundarson er um margt afar sympatískur maður. Hann hefur nú sagt sig úr stjórnum LV og framtakssjóðsins eftir umfjöllun um störf hans á kreditkortamarkaðnum en hann var forstjóri kreditkorta. Kastljós birti gögn í þætti sínum sem gera meira en að sanna samráð og markaðsmisnotkun og hvað þetta heitir nú allt sem virðist vera regla á Íslenskum markaði fremur en undantekning.

Ragnar hefur það umfram flesta aðra menn hér á landi að hann stígur til hliðar þegar svona umfjöllun á sér stað og umræðan verður sterk. Honum liggur rómurinn rólega og er að jafnaði auðmjúkur og leggur mönnum ekki til illt orð. Og hann sem sagt stígur til hliðar en ekki alveg orðalaust.

Mér sýnist Ragnar ætla að skáka í því skjólinu að löggjöf okkar gerir ekki ráð fyrir því að starfsmönnum fyrirtækja sé refsað fyrir það þeir gera í störfum sínum. Við höfum séð ömurlega hlið á þessu áður og það var þegar forstjórar olíufyrirtækjanna sættu ekki refsingu fyrir samráð heldur var kennitölunni sem þeir unnu hjá refsað en þeir gengu glaðir frá öllu með starfslokasamninga en fyrirtækið greiddi sekt sem var auðvitað sett út í verðlagið og þannig var kúnnanum refsað tvívegis.

Líklega er það rétt hjá Ragnari að hann muni ekki sæta refsningu vegna samráðsins sem hann vann við og stundaði. En við vitum öll að kennitölur stunda ekki samráð og svindl heldur fólkið sem vinnur við að reka kennitölurnar. Og þó að lagatæknilegur úrskurður sé að Ragnar hafi þar með ekki borið ábyrgð á eigin ákvörðunum kemst hann ekki undan siðferðissjónarmiðum hér.

Og því ber honum að stíga til hliðar sem hann og gerir. Og bendir okkur í leiðinni á hversu fáránlegt það er ekki er hægt að refsa mönnum sem stunda glæpi ef glæpirnir sem þeir fremja eru framdir í nafni fyrirtækja sem þeir stýra!

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur