Ég var svona að vona að spádómar mínir um að þeir einir myndu sæta einhverri refsingu vegna hrunsins og bankaránanna yrðu stjórnmálamenn og fólk sem hægt er tengja við stjórnmálaflokka. Ég spáði þessu fljótlega eftir hrunið og enn hefur ekkert annað gerst en að Baldur Guðlaugssson og Geir Haarde eru á krossinum.
Að vísu náðist að negla tvo verðbréfagutta fljótlega fyrir klink og svo níumenningana og það má auðvitað ekki vanþakka. Þarna er okkur Íslendingum rétt lýst. Við höfum alltaf getað refsað stjórnmálmönnum og léttadrengjum en getum ekki hreyft við stórhöfðingjum.
Rita ummæli