Þriðjudagur 15.03.2011 - 13:33 - Rita ummæli

Ég var svona að vona að spádómar mínir um að þeir einir myndu sæta einhverri refsingu vegna hrunsins og bankaránanna yrðu stjórnmálamenn og fólk sem hægt er tengja við stjórnmálaflokka. Ég spáði þessu fljótlega eftir hrunið og enn hefur ekkert annað gerst en að Baldur Guðlaugssson og Geir Haarde eru á krossinum.

Að vísu náðist að negla tvo verðbréfagutta fljótlega fyrir klink og svo níumenningana og það má auðvitað ekki vanþakka. Þarna er okkur Íslendingum rétt lýst. Við höfum alltaf getað refsað stjórnmálmönnum og léttadrengjum en getum ekki hreyft við stórhöfðingjum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur