Miðvikudagur 23.03.2011 - 12:05 - Rita ummæli

Orð í tíma töluð hjá ríkissaksóknara

Auðvitað telur Jóhanna Sigurðardóttir að ríkissaksóknari þurfi að draga til baka orð sín um umgengni forsætisrráðherra við löggjafar og dómsvald. Jóhanna er af þeirri kynslóð stjórnmálamanna sem skilur hvorki upp né niður í þrískiptinu valds og mikilvægi þess í lýðræðisþjóðfélagi.

Hún fattar bara alls ekki að það er hreinlega út í hött hvernig hún og ráðherrar hennar hafa talað og hagað sér í kringum dómsvaldið undanfarið þar sem ítrekað er ráðist á alla þá sem ekki kunna að komast að hentugri niðurstöðu fyrir ríkisstjórnina. Forsætisráðherra sem situr bæði sem löggjafi og framkvæmdavald grefur hiklaust undan dómsvaldinu ef það hentar pólitískt.

Þeir sem ekki sjá þetta skilja bara alls ekki hversu mikilvægt er að skilja á milli valdsins. Reyndar sáu sumir þetta mun betur í tíð ýmissa fyrri ríkisstjórna en við þurfum að komast upp úr þessum handónýtu pólitísku hjólförum þegar um svona stór grundvallarmál er að ræða.

Helgi Hjörvar og Skúli Helgason ríða að mínu mati á vaðið þegar þeir komast að þeirri fullkomlega rökréttu niðurstöðu að ekki sé eðlilegt að sniðganga niðurstöðu hæstaréttar með þvi að búa til stjórnalagaráð með þeim sömu einstaklingum sem hæstiréttur hefur úrskurðað ólöglega kjörna til stjórnalagaþings.

Í þessari afstöðu þeirra sé ég von. Von um að kannski séu nýjar kynslóðir að komast á rétta sporið. Með fullri virðingu fyrir persónu Jóhönnu Sigurðadóttur þá er það alveg augljóst að tími stjórnmálamanna með hennar afstöðu og skilning á þrískiptingu valds er og verður að vera liðinn.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur