Miðvikudagur 13.04.2011 - 22:32 - 5 ummæli

Af hverju þessi móðursýki?

Ég les það í dag og kvöld að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar eru hreinlega farnir á límingum sem reyndar voru ekki þolmiklar fyrir. Hver á fætur öðrum fjargviðrast vegna þess að stjórnarandstöðuflokkur dirfist að bera upp tillögu um vantraust á ríkisstjórn.

Bloggarar missa sig sumir í óhemjuskap og stóryrði og meira að segja ritstjóri eyjunnar nennir að elta ólar við kjaftasögu af einum „svikaranum“ eins og um heimssögulegan stórviðburð sé að ræða. Hvurslags vetfangur er þessi ágæti miðill að verða??

Hitinn og móðursýkin í umræðunni er algerlega út í bláinn og byggist að mér sýnist á staurblindum pólitískum rétttrúnaði með talsverðu af skilnings og virðingarleysi fyrir lýðræðisreglum og venjum þingræðisríkja.

Mín skoðun var að þessi tímasetning væri kannski ekkert sérstaklega sjarmerandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sú afstaða mín hefur ekki breyst.

En ef eitthvað er að marka yfirgengilegan pirring þeirra sem styðja ríkisstjórnina sýnist mér að það sem í fyrstu virðist sigur í atkvæðagreiðslu ekki endilega vera neinn sigur þegar upp er staðið heldur miklu fremur afhjúpun…

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Ef einhver er pirraður, þá virðist mér það vera þú Röggi.

  • Sjálfstæðisflokkurinn er sífellt að sóa tíma þingsins… ég meina hvaða uppistand er þetta? Eru menn að fara úr límingunum yfir hagspá danske bank?

  • Anonymous

    Stjórnin stendur, það er það sem skiptir máli.Sjálfstæðisflokkurinn er að sjálfsögðu pirraður á því enda klofinn í tvennt undir smjörgreiddu yfirborðinu þó svo að allir elti forustuna og þori ekki að sína neinn sjálfstæða vilja útávið.Ef skoðuð er atkvæðagreiðsla um hvort þing skuli rofið þá eru fáir á því, enda væri það glapræði að hleypa hrunflokknum sem hefur kostað okkur stattborgarana milljarða á milljarða ofan ásamt spillingu og vinavæðingar hverskonar aftur að stjórn landsinns.Sjálfstæðiðsflokkurinn er ekki stjórntækur enda hagsmunaklíka ekki stjórnmálaafl og höndlist sem slík.Atli

  • Anonymous

    Sammála.Og Eyjan er ónýt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur