Það er auðvitað í mikið ráðist að ætla sér að reyna að lesa í orð og hegðun Samfylkingarinnar þessi misserin. Flokkurinn er kengfastur í gildru sem hann gékk glaðbeittur í þegar samstarfið við VG var innsiglað. Smátt og smátt hefur það svo runnið upp fyrir Samfylkingunni að með VG er ekki hægt að starfa af […]
Ég horfði á landlækni tala um læknadópsvandann í kastljósi í kvöld. Landlæknir virkaði ráðvilltur maður að tala um eitthvað sem hann skilur hvorki upp né niður í. Þunglamalegur embættismaður og greinilega góðhjartaður og velviljaður en fattar hvorki vandann né leiðina að lausnum. Allir vita að alvarleg misnotkun á sér stað með hryllilegum afleiðingum og jafn […]
Steingrímur J Sigfússon hefur enn einu sinni snúist til varnar afstöðu sinni í Icesave málinu. Fyrir okkur „venjulega“ fólkið er auðvitað engin varnarstaða til fyrir Steingrím í því máli og að líkindum hefur hann loks séð það sjálfur og reynir því að snúa vonlausri vörn í einhversskonar sókn. Og vörn hins samviskubitna Steingríms fellst helst […]
Það vantar ekki að stóryrði falla dag hvern um kvótamálefnið. Alþingi reynir að fjalla um málið en þar á bæ kann varla nokkur maður að stunda rökræður. Málfutningur þeirra sem ekki eru tilbúinir að gleypa frumvörp Jóns Bjaransonar hrá er afgreiddur með séríslenskum skætingi. Forsætisráðherra telur eins og margir stjórnmálamenn af hennar kynslóð nægilegt andsvar […]
Steingrímur J. Sigfússon sendir frá sér grein í fréttablaðinu í dag og reynir að tala upp stemninguna í þjóðfélaginu. Þar fá menn eins og ég of fleiri ádrepu fyrir neikvæðni og svartsýni. Ráðherrann sér bjartari tíð með blóm í haga á næsta leiti og telur sér það allt til tekna. Það er nú einu sinni […]
Gamli orðdóninn Jónas Kristjánsson er eini maðurinn á Íslandi sem hrósar eyjunni fyrir mistökin sem gerð voru þegar nafn mannsins sem myrti barnsmóður sína var birt korteri eftir atburðinn. Það kemur kannski ekki mikið á óvart enda voru síðustu ár Jónasar í blaðamennsku einn lægsti punktur þess fags og mjög í ætt við þessa tegund […]
Ég eins og margir aðrir biðum í rólegheitum eftir því að ritstjóri eyjunnar bæðist afsökunar á ótrúlegum dómgreindarbresti þegar miðillinn birti bæði nafn og bílnúmer þess manns sem myrti barnsmóður sína í vikunni skömmu eftir atburðinn. Einhverja tilraun gerir Karl Th til þess en þvílíkur kattarþvottur! Karl er eins og gamall stjórnmálamaður sem aldrei kannast […]
Við Íslendingar fögnum ekki dauða fólks. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson í tilefni þess að Osama Bin Laden var veginn. Diplomatískt svar hjá stjórnmálamanninum og vísast rétt hjá honum. Ég hef verið að skoða hug minn í þessu efni og hef komist að því að ég fagnaði því ekki sérstaklega að þessi maður skyldi vera til […]
Björn Valur Gíslason þingmaður VG er það sem sumir vilja kalla skeleggur en ég kalla hann einu nafni kjaftask. Hann hefur upplýst okkur um það að hann telji styrki sem Guðlaugur Þór galdraði fram séu mútur og ekkert minna. Ég hef þá skoðun bjargfasta að styrkir til stjórnmálaflokka og einstakra þingmana eigi alls ekki að […]
Osama Bin Laden er dauður segja þeir í dag. Ég er vonandi ekki blóðþyrstari en næsti maður en treysti mér þó til að segja að farið hefur fé betra. Sumir hafa þó notað dauða þessa andskota til að hnýta í þá sem drápu hann, nefnilega Bandaríkjamenn. Hann var myrtur segir einhversstaðar og Sölvi Tryggvason talar […]