Mánudagur 02.05.2011 - 18:45 - 2 ummæli

Björn Valur í ruglinu

Björn Valur Gíslason þingmaður VG er það sem sumir vilja kalla skeleggur en ég kalla hann einu nafni kjaftask. Hann hefur upplýst okkur um það að hann telji styrki sem Guðlaugur Þór galdraði fram séu mútur og ekkert minna.

Ég hef þá skoðun bjargfasta að styrkir til stjórnmálaflokka og einstakra þingmana eigi alls ekki að vera leyndarmál. Og ég reyni ekki að halda því fram að styrkjamálið fyrir síðustu kosningar hafi glatt mig sérstaklega en það er önnur saga..

Björn Valur fabúleraði um það að gaman gæti verið að dröslast með þetta mál fyrir dómstóla því þá þyrfti Guðlaugur Þór að afsanna fullyrðingar hans. Það er auðvitað ekki Björn Valur sem fann upp þvæluna um að menn afsanni það sem er á þá borið. Alltaf jafn ömurlegt þó þegar menn leita í smiðju gamla McCarty…..

Svo er líka gott til þess að hugsa að þingmenn skuli gera það af pólitískum stráksskap að finna dómstólum eitthvað að gera akkúrat núna. Síðast þegar Björn Valur og félagar duttu í það stuðið var Geir Harrde ákærður fyrir landsdómi og sú skömm sem það mál hefur valdið þeim sem það gerður verður ævarandi.

En þetta styttir honum auðvitað stundirnar blessuðum og hann getur þá litið upp frá þeirri þrotlausu vinnu sem hann og félagar hann leggja á sig við að draga út lífsgæðum okkar.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Verst við þetta mál er að svo gjörsamlega ótrúverðugur maður skuli eiga frumkvæði að því.Auðvitað hefði átt að rannsaka þessa styrki og ALLA á sem þá fengu.Og fjármál stjórnmálamanna.Stjórnmálamennirnir standa vörð um eigin hagsmuni.

  • Anonymous

    Hvaða lífsgæði eru það? Hrunið sem Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn bjuggu til?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur