Fimmtudagur 19.05.2011 - 13:46 - 4 ummæli

Ónýt kvótaumræða í boði forsætisráðherra

Það vantar ekki að stóryrði falla dag hvern um kvótamálefnið. Alþingi reynir að fjalla um málið en þar á bæ kann varla nokkur maður að stunda rökræður. Málfutningur þeirra sem ekki eru tilbúinir að gleypa frumvörp Jóns Bjaransonar hrá er afgreiddur með séríslenskum skætingi. Forsætisráðherra telur eins og margir stjórnmálamenn af hennar kynslóð nægilegt andsvar að kalla fólkið sem gagnrýnir nöfnum.

Málefnaleg gagnrýni þeirra sem andsnúnir eru ekki svaraverð að hennar mati enda það fólk „greinilega“ handbendi LÍÚ. Og þar með er það mál afgreitt af hennar hálfu. Þetta kann að ganga vel í hennar pólitísku heimabyggð um stundarsakir en gerir umræðunni og því máli sem er til umfjöllunar ekkert gagn.

Ef þetta mál væri svo sára einfalt að taka bara kvótann af „glæpalýðnum“ sem nú nýtir hann og fær hann á skrifstofu Jóns Bjarnasonar til úthlutunar væri líklega búið að ganga í það mál. Ég hitti reyndar stundum fólk sem sér þetta sem réttlæti.

Málið er ekki einfalt og þeim sem svíður gjafakvótinn og framsalið eða skuldsetningin eða hvað það nú er gengur kannski illa að skilja af hverju er ekki bara búið að „laga“ málið. Hvað er svona flókið?

Af hverju má ekki hver sem er kaupa kvóta og hefja veiðar? Eiga þessi kvótakóngar einkarétt á fiskinum okkar? Setjum bara þessa skratta á hausinn og byrjum upp á nýtt og skiljum þá eftir í skuldasúpunni.

Flestir hugsandi menn vita að svona auðvelt og einfalt er málið ekki en lýðsskrumarar hafa lagt hald á alla raunverulega umræðu um málið og Jóhanna Sigurðardóttir rær á þau mið með sífelldum skætingi í garð þeirra sem vilja hafa rökstuddar skoðanir en andstæðar hennar á málinu.

Ég hef mínar efasemdir um framkvæmd kvótakerfisins og hvernig hefur tekist til. En ég get ekki alveg fest hönd á það hvernig ég sé fyrirkomulaginu örðruvísi komið fyrir. Ég veit ekki hvort réttlætiskennd minni verður nægilega þjónað með þeim hugmyndum sem Jón Bjarnason hefur tjaslað saman við illan leik til að þykjast vera að standa við gefin loforð. En það get ég þó fullyrt hér og nú að mér hugnast hreint ekki þær hugmyndir að stjórnmálamenn fari að hafa fingur sína í úthlutun kvóta….

En mikið væri það nú þægileg tilbreyting ef hægt væri að treysta á að þeir sem um málið eiga að fjalla á þingi hvort sem þeir heita stjórn eða stjórnarandstaða gætu komið að gagni í umræðunni og legðu sig fram um að hafa hana upplýsandi en ekki sífellt eins slagorðaæfingu í kosningabaráttu.

Stóryrði um fólk sem hefur skoðanir en engin umræða um skoðanirnar eru ónýt aðferð en er að mér virðist eina aðferðin sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur í vopnabúri sínu þessi misserin.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Það má fólk vita að ríkið og fjölmörg sveitarfélög áttu sjálf að hluta til eða í heild útgerðir. Stærstu útgerðir landsins við kvótasetningu voru bæjarútgerðir. Þannig að hið opinbera hefur selt frá sér kvótann til einkaaðila, sem hafa snúið taprekstri í arðbæra atvinnugrein. Og nú ætlar ríkið að taka þetta af þessum glæpamönnum og fara aftur að stunda sinn taprekstur. Það má fólk líka vita að ríkið hefur á þeim tíma sem kvótakerfið var sett á tekið kvóta af þessu fólki og úthlutað öðrum í gegnum ýmsar „sértækar aðgerðir“ ríkisins. Línuívilnun, byggðarkvóti, strandveiðar o.fl. o.fl. Þannig að eina ránið í sjálfu sér er þegar ríkið selur eitthvað og tekur það svo aftur og færir öðrum.Þetta veit þetta sósíalkomma fólk á þingi sem setið hefur þarna í tugi ára… það bara hentar ekki að tala um það núna.Það spilar á lýðskrumið eins og enginn sé morgundagurinn (sem er vonandi rétt).

  • (sem er vonandi rétt í þeirra tilviki) átti ég við.Ég er ekki að vísa í heimsendaspánna sem er í fréttunum. 😉

  • Þingmenn Hreyfingarinnar hafa boðað til blaðamannafundar föstudaginn 19. maí 2011 kl. 11.00 í fundarherbergi forsætisnefndar í Alþingishúsinu. Tilefni fundarins er framlagning frumvarps Hreyfingarinnar um breytingar á fiskveiðstjórnunarkerfinu (Þriðja leiðin). Eins og kunnugt er hefur Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagt fram frumvörp um breytingar á fiskveiðstjórnunarkerfinu sem samkvæmt ítrekuðum yfirlýsingum forsætisráðherra munu fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hreyfingin telur að valkostir í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu verði að vera fleiri en óbreytt ástand annars vegar og flókin málamyndabreyting ríkisstjórnaflokkanna hins vegar. Því hefur Hreyfingin samið frumvarp um breytingar á fiskveiðstjórnunarkerfinu sem nýst gæti sem sáttaleið í þessu langvinna deilumáli.http://hreyfingin.is/frettir/191-boea-til-blaeamannafundar-um-kvotafrumvarpie.html

  • Anonymous

    Jóhanna ætlar að beita Mugabe-aðferðinni á þetta.Búið er að gera sjómenn og útgerðarmenn að blórabögglum í lýðskrumi Jóhönnu-stjórnarinnar, líkt og Hitler gerði gyðinga að blórabögglum á sínum tíma af því að þeir voru þeir einu sem gátu rekið fyrirtæki með hagnaði.Þær Lilja Rafney og Ólína Þorvarðar ganga erinda fyrrum kvótasala á Vestfjörðum sem vilja ólmir komast aftur í kvótann, enda eru þessar kellur að einungis að vinna að hag þessar aðila.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur