Egill Helgason reynir í nýrri færslu á eyjunni sinni að bera af sér þjónkun sína við baugsliðið þegar það barðist við pólitíkusa sem reyndust ætla að vera í veginum fyrir níðingsverkum þeim sem það fólk vann á íslenskri þjóð.
Þetta skrifar hann vegna útkomu bókar Björns Bjarnasonar um baugstímabilið. Mér finnst þetta skemmtilegt og Egill vitnar svo í sjálfan sig og suma aðra sem um bókina hafa fjallað og telur Jónínu Ben merkari sagnaritara en Björn.
Baugsmálið er mjög merkilegt mál vegna þess að Jóni Ásgeir tókst að gera það að pólitík og því skiptist fólk í fylkingar eftir þeim línum og þær fylkingar lifa enn góðu lífi og skiptir þá litlu þó að hvert mannsbarn viti hverskonar fólk átti og rak baug alla tíð.
Ég efast stórlega um að nokkur þeirra sem um bókina fjallar geti talist hlutlaus þó sumir vilji án efa halda því fram. Ég er það ekki og skammast mín svo sannarlega ekki fyrir það hvoru megin víglínunnar ég tók mér stöðu frá upphafi.
En það gerir Egill svo sannarlega og á að gera það en þumbast þó við eins og gamall stjórnmálamaður sem neitar að viðurkenna það sem allir vita. Ástæða þess að Egill og margir aðrir gengu í lið með þessu fólki var ekki endilega af því að Jón Ásgeir væri svona geðþekkur maður með góðan málsstað heldur fyrst og fremst pólitísk andúð á einum manni og flokknum hans.
Og þegar Björn skrifar bók um málið rís upp gamallt heilkennisvandamál svo eg fái lánaðan klassískan frasa en það er Davíðsheilkennið sem enn leikur lausum hala í hugarfylgsnum margra sem halda að baugsmálið snúist um Davíð Oddsson.
Kannski er bók Björn of nálægt atburðunum í tíma og Björn of langt frá því að geta talist hlutlaus til þess að hún verði nógu gagnlegt innlegg í þessa sögu.
En fyrir mér skiptir akkúrat engu máli hversu mjög þeir ólmast í þeim sem segja söguna þeir sem tóku sér stöðu með baugsmafíunni gegn hverjum þeim aðila sem þeirri mafíu hentaði að reyna að ryðja úr vegi.
Þeir sem trúðu því allan tímann að „aðförin“ að baugi væri pólitík verða eins og aðrir að þola dóm sögunnar og menn eins og Egill Helgason sem er fyrirferðarmikill í umræðunni getur ekki sama hversu marga pistla hann skrifar þvegið af sér söguna….
..hún er bara þarna og áhugavert að hann skuli tengja Björn Bjarnason og bókina hans við kommúnistaveiðarann McCarty því og let them deny it frasanum.
Rita ummæli