Þriðjudagur 14.06.2011 - 10:37 - 1 ummæli

Magnús Orri til varnar landsdómi

Auðvitað hlaut að koma að því að einhver úr stjórnarliðinu snérist til varnar þeirri fáránlegu ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm og það var þá Magnús Orri Schram sem hafði sig í það.

Magnús Orri er um margt áheyrilegur maður í tali og skrifum og bregst ekki hér frekar en fyrr en innihaldið er rýrt. Lög er lög segir þingmaðurinn og sér hvergi pólitísku skítalyktina af málinusem þó leggur hátt til himins. Leitun er að fólki sem skilur af hverju Geir er einn á sakamannabekk og er ég þá einungis að tala um þá sem skilja hugmyndina um pólitísk réttarhöld yfirhöfuð….

Væri ég eins innréttaður og Magnús Orri og teldi eðlilegt að senda stjórnmálamenn fyrir lögfræðingasveit sem kveður upp úr um það hvað er góð pólitík og hver vond væri kannski mögulegt að komast að sömu niðurstöðu, kannski.

En ég er bara í prinsippinu á móti svona æfingum og útfærslan á þessu leikriti fáránleikans er til skammar Magnúsi Orra og hans fólki. Ég veit svo sem ekki hvort mér hefði liðið eitthvað betur hefði Magnús Orri haft pólitískt heilsufar til þess að ákæra Ingibjörgu Sólrúnu líka en af því hefði þó verið einhver mannsbragur í allri lágkúrunni.

En lög er lög segir Magnús Orri og ef hann ræður einhverju verður líklega að fastráða fólk til landsdóms því tilefnin eru ærin og verða ærin þegar kemur að því að refsa stjórnmálamönnum fyrir að vera stjórnmálamenn.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur