Föstudagur 01.07.2011 - 12:45 - Rita ummæli

Hvernig nennir Bubbi gúanórokkari að halda úti varðstöðu fyrir fyrrum eigendur bankanna? Hann er óþreytandi í baráttunni og snýr öllu sem hann getur ril varnar fyrir þá sem eru til rannsóknar. Eitt er að trúa þvi að þar fari saklausir menn en rökstuðningur Bubba er barnalegur svo vægt sé til orða tekið.

Þeir voru fjölmargir sem tóku undir það af pólitískum ástæðum að hagstætt væri að kenna nafngreindum stjórnmálamönnum um allt sem miður fór hér en þeim fer fækkandi af eðlilegum ástæðum.

Ef Bubbi réð öllu myndi hann kenna töllvörðunum sem sáu ekki dópið sem selt er á götunni um það svínarí en ekki þeim sem flytja það inn og selja. Kerfi sem gerir mönnum kleift að flytja inn dóp á ekkert betra skilið en að menn flytji það inn og allar tilraunir kerfisins til þess að koma lögum yfir innflutninginn eru ofsóknir.

Þetta er inntakið í dellulógík Bubba Morthens. Við eigum þetta skilið vegna þess að við innleiddum frelsi í viðskiptum eins og aðrar þjóðir. Kannski er Bubbi svo lesblindur á söguna að hann trúi því enn að bankahrunið sé séríslensk uppfinning sem hægt að klína á einn mann eða kannski tvo. Við vorum hluti að alþjóðlegu fjármálakerfi sem hrundi fyrir framan augun á stórþjóðum með áratuga reynslu af eftirliti án þess að nokkurn grunaði.

Ég er ekki að segja að þau mistök sem embættismenn kunnu að hafa gert eigi ekki að draga fram í sviðsljósið en að ætla að bera blak af fyrrum eigendum bankanna í skjóli þeirra mistaka er slík firra að engu tali tekur.

Vonandi er það ekki þannig að vondu kallarnir hafi verið á undan löggjafanaum

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur