Sunnudagur 03.07.2011 - 13:02 - Rita ummæli

Það er ekki að spyrja að því. Fáist einhver til þess að tala nógu stórt og illa um stjórnarandstöðuflokkana er viðkomandi öruggur um fínan stað á Eyjunni hans Karls Th. Og það er eins víst og að sólin kemur upp á morgun að jonas.is er alltaf til í að svívirða þá sem ekki hafa skoðunina hans á hlutunum. Og banna svo fólki að komentera á delluna. Slíkur er styrkurinn karlsins….

Skoðanakannanir eru nýjasta tilefnið. Þær sýna ótvírætt að þjóðin er að læra að ekki gengur að hafa sama fólk í stjórnarráðinu og nú er. jonas.is er einn þeirra sem heldur að íslenskir ráðamenn hafi sett alþjóðlega bankakerfið á hausinn. það er barnaleg nálgun en hentug til heimabrúks til skamms tíma.

jonas.is telur þá sem kjósa stjórnarandstöðuflokkana næst heimska og siðblinda. Vissulega er það svo að jonas.is þekkir siðblindu þegar hann sér hana en virðing hans fyrir skoðunum fólks og viðhorfum er ekkert.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur