Laugardagur 13.08.2011 - 20:55 - Rita ummæli

það sætir eiginlega furðu að fólk skuli ekki æða út á götu með búsáhöldin sín og krefjast kosninga. Eina rökrétta skýringin á því að það gerist ekki er að búsáhaldabyltingin var pólitík og ekkert merkilegra en það.

Vanhæf ríkisstjórn hét slagorðið. Sú upphrópun nær engan veginn yfir þá ríkisstjórn sem nú situr og getur hvorki verið né farið. Þessi vesæla ríkisstjórn er verri en engin því þau gerðu mun betur í því að gera ekkert í stað þess sem þau aðhafast.

Stjórnin situr í umboði byltingarinnar og flestra fjölmiðla sem hafa hvorki faglegt né pólitískt þrek til að standa þá vakt sem fjölmiðlar sem skilja hlutverk sitt ættu að gera. Fjölmiðlar sem áttu ekki lítinn þátt í búsáhaldabyltingunni en eyða nú mestu púðri í að veita stjórnarandstöðu aðhald.

Afturhald og uppgjöf eru orðin sem koma upp í hugann. Stjórnin er í gíslingu manna eins og Ögmundar og Þráins auk Jóns Bjarnasonar en það er á alra vitorði að hann er óhæfasti maður sem nokkru sinni hefur gengt ráðherraembætti.

Sumir hafa talað um að stjórnmálin séu ekki lengur hægri vinstri stjórnmál og lengi vel var ég á því. En nú er það bara þannig að þessi grjótharða Albaníuríkisstjórn hefur skerpt skilin milli hægri og vinstri.

Ég er ekki að tala um ótrúleg afglöp, sérhagsmunagæslu eða pólitískar ráðningar því við þau hlunnindi höfum við búið alla tíð hér á landi og sér ekki fyrir endann í þeim efnum. Ég er að tala um hugmyndafræði í efnhagsmálum. Það skiptir víst máli hverjir eru við völd…

Við vitum það í raun öll að það fólk sem nú ríkir veit ekkert hvert skal haldið né hvernig. Ráðherrarnir róa hver í sína áttina og reyna að vinna áróðurssigra í fjölmiðlum eftir behag. Það eina sem þessi hópur á sameiginlegt er óttinn við að missa ráðherrastólana.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fimm? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur