Föstudagur 19.08.2011 - 11:42 - Rita ummæli

Hvort sýnir það styrk eða veikleika að þora og kunna að skipta um skoðun? Líklega er ekkert eitt svar til við þessum pælingum og örugglega hægt að gera vísindalega úttekt báðum sjónarmiðum til stuðnings.

Viðskiptaráðherra Árni Páll, hugsið ykkur ástandið!, hefur gert talningu á því hversu oft hann telur formann Sjálfstæðisflokksins hafa skipt um skoðun á afstöðunni til ESB. Árni Páll telur þetta alvarlegt mál og fullyrðir að allt hófsamt geti þar með ekki átt samleið með flokknum. Ráðherrann er ekki þjakaður af auðmýkt fyrir skoðunum annarra….

Árni Páll er sannfærður maður og það er stundum gaman að hlusta á slík fólk tala en í tilfelli ráðherrans er slík skemmtan ekki möguleg. Auk annarra galla verður það honum alltaf til vandræða í kapphlaupi sínu í formannsstólinn hversu stóryrtu og hrokafull náttúra hans er.

Vissulega er vingulsháttur ekki góður fylgifiskur þeirra sem ætla sér að stunda stjórnmál heldur miklu frekar skapfesta og djörfung. En allt er afstætt segja þeir og það þarf líka styrk til að þora og geta lagað sig að breyttum aðstæðum og forsendum. Stundum eru þeir sem fastast sitja við sinn keip mestu gungurnar…

Yfirgengileg taugaveiklun Samfylkingarinnar skýrir það hvers vegna Árni Páll ákvað að taka þetta saman með þessum hætti. Ráðherrann sem sagði okkur að það eitt væri nóg að hefja viðræður og þá myndu vestir lækka og allt horfa til betri vegar er ekki líklegur til að geta séð nein hættumerki hjá ESB þó fjölmiðlar og sérfæðingar allra landa tali í risafyrirsgöngum um vána sem er fyrir dyrum hjá ESB.

Það eru til rök fyrir því að skynsamlegt sé að draga okkur út úr viðræðum á þessum tímapunkti þó ég sé þeim ekki sammála en hinn sannfærði Árni Páll sér bara sinn málsstað og kann ekki að bera virðingu fyrir annarra jafnvel þó mikill meirihluti þjóðarinnar eigi þar í hlut.

Þjóðin er fífl og líka þeir sem skipta um skoðun. Þeir einir eru hófsamir skynsamir og góðir sem kunna að hafa sömu skoðun á Árni Páll.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur