Mánudagur 22.08.2011 - 22:14 - Rita ummæli

Guðmundur Steingrímsson finnur ekki básinn sinn í pólitík. Fyrir vikið hefur hann þvælst milli Framsóknarflokks og Samfylkingar og því er eins farið fyrir mér og mörgum öðrum að ég hef ekki getað komið auga á það hvaða erindi hann á almennt talað.

Nú hefur Guðmundur tekið þá ákvörðun að vera ekki lengur Framsóknarmaður. Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun eftir flokkaflakkið hans hingað til. Trúverðugleiki eru eiginleikar sem enginn stjórnmálamaður getur lifað án og Guðmundur Steingrímsson þarf að fara að finna sér stað ætli hann sér framtíð í faginu.

Það er bara þannig að stjórnmál dagsins í dag eru pínulítið upp í loft. Flokkarnir meira og minna í basli hugmyndafræðilega og eða í persónulegum deilum og stór stefnumarkandi framtíðarmál í deiglunni óleyst. Meira að segja menn með fastara pólitískt land undir fótum vita sumir harla lítið hvað morgundagurinn ber í skauti sínu…

Kannski er Guðmundur bara hugrakkur og rómantískur maður sem lætur eftir sér að fylgja sannfæringunni þó hún finni sér nýjan farveg í ástandi þar sem fátt er eins og það var.

Og fyrir slíka menn er enginn bás í pólitík….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur