Miðvikudagur 31.08.2011 - 09:38 - 6 ummæli

Jón Bjarnason þekkir ekki Kínverjann

Einþáttungur gærdagsins í boði leikhúss fáránleikans.

Jón Bjarnason er spurður út í fjárfestingar og landakaup Kínverjans Huang Nubo sem er að valda óskiljanlegum titringi. Jón setur þarna upp ógleymanlegt bros og mælir þessi orð;

„Ég þekki nú þennan „Kínverja“ ekkert. Menn tala um hann eins og hann sé eini Kínverjinn. Ég held að þeir séu nú allmargir til!!….“

Jón Bjarnason er áhrifamesti ráðherrann í ríkisstjórn VG og Samfylkingar

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Anonymous

    Hvar annars staðar gæti ráðherra talað með þessum hætti?Hvar annars staðar kæmi til greina að Jón Bjarnason gegndi ráðherradómi?

  • Kannski ofmælt að titringurinn sé alveg „óskiljanlegur“, þó hann botni örugglega hjá sumum í útlendingaótta og hjá öðrum í auðmannafælni.En kvótið í Jón er stórbrotið.

  • Anonymous

    Það er bara til eitt orð yfir þennan mann Röggi,hann er snillingur þetta var hreint út sagt óborganlega fyndið.

  • ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Enn einn „öskudagurinn“ í lífi Jóns Bjarnasonar

  • Anonymous

    kallinn geggjaðist úr kjánahlátri… ég trúði ekki mínum eigin eyrum og svo hljóp ráðherrann í burtu frá fréttafólkinu…

  • Anonymous

    http://www.youtube.com/watch?v=LrXa4yfkgu4Er þetta ekki farið að jaðra við gamanþáttaröð? Kannski hugmynd fyrir innlenda dagskrárgerð í vetur…og það raunveruleikaþátt!!Maðurinn er nátt'lega MEGA fyndinn!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur