Einþáttungur gærdagsins í boði leikhúss fáránleikans.
Jón Bjarnason er spurður út í fjárfestingar og landakaup Kínverjans Huang Nubo sem er að valda óskiljanlegum titringi. Jón setur þarna upp ógleymanlegt bros og mælir þessi orð;
„Ég þekki nú þennan „Kínverja“ ekkert. Menn tala um hann eins og hann sé eini Kínverjinn. Ég held að þeir séu nú allmargir til!!….“
Jón Bjarnason er áhrifamesti ráðherrann í ríkisstjórn VG og Samfylkingar
Röggi
Hvar annars staðar gæti ráðherra talað með þessum hætti?Hvar annars staðar kæmi til greina að Jón Bjarnason gegndi ráðherradómi?
Kannski ofmælt að titringurinn sé alveg „óskiljanlegur“, þó hann botni örugglega hjá sumum í útlendingaótta og hjá öðrum í auðmannafælni.En kvótið í Jón er stórbrotið.
Það er bara til eitt orð yfir þennan mann Röggi,hann er snillingur þetta var hreint út sagt óborganlega fyndið.
,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Enn einn „öskudagurinn“ í lífi Jóns Bjarnasonar
kallinn geggjaðist úr kjánahlátri… ég trúði ekki mínum eigin eyrum og svo hljóp ráðherrann í burtu frá fréttafólkinu…
http://www.youtube.com/watch?v=LrXa4yfkgu4Er þetta ekki farið að jaðra við gamanþáttaröð? Kannski hugmynd fyrir innlenda dagskrárgerð í vetur…og það raunveruleikaþátt!!Maðurinn er nátt'lega MEGA fyndinn!!