Fimmtudagur 01.09.2011 - 12:11 - 2 ummæli

dv.is fellur á fjölmiðlafræðiprófi

Þær eru margar aðferðirnar við matreiðslu frétta. Oft er erfitt að sjá annað samhengi milli fyrirsagna og raunverulegs innihalds frétta en að reyna að afvegaleiða lesendur eða hreinlega vona að þeir láti sér fyrirsögina nægja.

Í dag skrifar dv.is frétt um afkomu Morgunblaðsins. Ekkert er athugavert við það en fyrirsögnin er að Mogginn tapar allt að 800 000 á dag. Það er grefilli mikið finnst mér og ég bíð í ofvæni eftir samsvarandi upplýsingum varðandi rekstrarafkomu DV.

En raunverulega fréttin í þessu er að Mogginn er að ná sér nokkuð vel á strik og er með verulega mikið betri afkomu en á síðasta ári. Tapar sem sagt mun minna en árið á undan. Það er það sem tölurnar sem dv.is hefur undir höndum sýna.

Þessi framsetning dv.is á „fréttinni“ ætti að vera kennsluefni í fjölmiðlafræði 101 um það hvernig fagmennska við úrvinnsla upplýsinga víkur fyrir öðrum hagsmunum sem ég læt ykkur hvert og eitt um að meta hverjir gætu verið.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Tapið er nú talsverð frétt þó svo það hafi verið meira í fyrra.

  • Anonymous

    Mér skilst að DV sé að skila hagnaði, en það er kannski vitleysa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur