Þriðjudagur 06.09.2011 - 09:40 - 2 ummæli

Roy eða Lars?

Roy Keane? Viljum við Roy þegar okkur stendur til boða Lars Lagarback? Kannski er Lars ekki eins sexý og Roy Keane og ólíklegri til þess að framleiða fyrirsagnir en hann er þrautreyndur maður með fínan árangur.

Auðvitað getur Roy Keane svínvirkað en þaðan sem ég sit er hinn valkosturinn betri ef ég þarf að velja milli þessara tveggja.

Íslenska landsliðið á ekki að vera æfingapúði fyrir mann sem hefur ekki náð árangri en er vissulega fyrrverandi frábær leikmaður og oft skemmtilega bilaður, úr öruggri fjarlægð, og auk þess heimsfrægur sem er alltaf dálítið gaman.

Lars Lagerback þarf ekkeret að æfa sig. Hann veit hvað hann er að gera og þekkir skandinavískan fótbolta eins og handarbakið á sér. Þeir eru vissulega til sem telja að við ættum ekkert að vera að spila fótbolta…..

…heldur snúist þetta mest um að æsa sig upp og berjast. Það er gamli tíminn og núna erum við að fá upp kynslóð af mjög efnilegum fótboltamönnum sem munu vonandi aldrei verða froðufellandi tæklarar alveg sama hversu mikið er um það beðið.

Ég vill miklu fremur setja þessa kynslóð í hendurnar á Lars Lagerback en Roy Keane.

Það er ef þetta eru einu valkostirnir.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Algerlega sammála þér.

  • Það væri eftir öðru hjá KSÍ að ráða Roy Keane sem landsliðsþjálfara. Rökin: Hann er að vísu óalandi skaphundur og hefur lágmarkskunnáttu til þess að stýra knattspyrnuliði eins og reynslan hefur sýnt hjá Ipswich og Sunderland og það er að vísu rétt að hann var rekinn frá báðum liðum með skömm og hann gerir himinháar launakröfur.. en samt.. hann er frægur og það nægir okkur sem stýrum KSÍ. Við erum svo veikir fyrir útlendri frægð þó hún sé að endemum og svo er hann Roy vinur hans Eggerts og það vegur þungt.En rödd utan úr bæ: Af hverju ekki bara að ráða hann Guðjón Þórðarson. Hann er að vísu skaphundur og kröfuharður og enginn vinur KSÍ forystunnar og er Íslendingur sem er augljós ágalli. En eitt hefur hann þó umfram Roy Keane. Hann hefur náð árangri í sínu fagi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur