Miðvikudagur 07.09.2011 - 19:39 - Rita ummæli

Spunameistarar

Nú þegar taugaveiklunarstigið í stjórnmálunum er að ná ótrúlegum hæðum fá spunameistarar aukinn tilgang. Spunameistarar eru merkilegur hópur skákhugsandi huldumanna sem halda sig til hlés í bakherbergjum að mestu þó vissulega séu til dæmi um stjórnmálamenn sem hafa gaman að spunasmíðum og bakherbergjaklækjum. Össur telur þetta sér til tekna grunar mig og stærir sig af því að „sjá“ lengra en aðrir. Einmitt það…

Verkefnin geta verið af ýmsum toga. Suma daga þarf að hanna atburðarás eða koma í veg fyrir og auk þess að koma hentugum hugmyndum að fólki. Aðra kannski að fá fólk til þess að hætta að hugsa um sumt og snúa sér að öðru. Eftiráskýringasmíð er auk þes snar þáttur í starfi hvers spunakóngs.

Hér ræður ríkisstjórn sem er þannig samsett að annar flokkurinn er all eindreginn stjórnarflokkur en hinn afdráttarlaus og vinnufús stjórnandstöðuflokkur sem á að jafnaði samleið með þeim sem eru andvígir. Þetta hefur vitaskuld í för með sér þó nokkur óþægindi sem hefur verið frjóum spunameisturum verðugt verkefni að vinna með.

Ófáir yfirvinnutímarnir hafa farið í það að telja fólki trú um að allt sé þetta nú orðum aukið og stórbrotið hefur verið að fylgjast með mastersverkefninu að reyna að fá stórsigur út úr verkum þesarar ríkisstjórnar.

Þrautþjálfaðir löngu útskrifaðir spunasnillingar munu ekki megna að selja sanntrúuðum þann sannleik hvað þá hinum. Meira að segja hugmyndasterkir spunatrúðar af hinum kannti hafa ekki hugmyndaflug í sumt af því sem raunverulega hefur gerst á stjórnarheimilinu…

Nú þegar vond staða á því heimilinu versnar stöðugt og óttinn um að upp úr slitni er að fornum sið gripið til spuna 101 og reynt að láta umræðuna snúast um vanda á öðrum heimilum en sínu eigin.

Þetta er sniðugt bragð og sígillt og vel þess virði að reyna í knappri stöðu þar sem engin von er lengur um vinning heldur í besta falli einhvern varnarsigur. En ég held að enginn spuni muni taka því fram sem raunverulega er að gerast á stjórnarheimilinu og mun gerast.

Brestirnir eru að verða óviðráðanlegir og ekki spurning um hvort heldur hvenær. Þá verður verkefnið ekki lengur andstæðingarnir hinu megin. Og þá mun hver þurfa að bjarga sér sem betur getur á flóttanum.

Æfingarnar sem við erum vitni að dags daglega eru barnaleikur miðað við það þegar spunadeildir Samfylkingar og VG taka til við að reyna að bjarga flokkunum undan þessu ríkisstjórnarsamstarfi.

Þá verða sett ný viðmið.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur