Fimmtudagur 15.09.2011 - 15:25 - 4 ummæli

Enn um Ólaf Ragnar

Ýmsir Sjálfstæðismenn og auðvitað fleiri eru giska kátir með þrasið sem nú stendur milli gömlu vinanna vinstra megin, forsetans og allra hinna sossanna. Mönnum sárnar og þykir sem Ólafur Ragnar hafi svívirt bræðralagið þegar hann gékk í lið með hinni óverðugu stjórnarandstöðu hægra megin í þingsalnum. Þannig gera menn bara ekki.

Þar held ég reyndar að sé um misskilning að ræða. Ólafur Ragnar eru ekki í neinu liði öðru en sínu eigin og lýtur fáum lögmálum sterkar en þeim hvernig vinsældir hans liggja hverju sinni. Snúist vindar til nýrrar áttar er allt eins víst að Ólafur finni skoðunum sínum nýjan og uppfærðan farveg.

Ég lýsi mig mótfallinn því hvernig hann umgengst ríkisstjórnina og þingið. Og ég hef til þess fullan rétt og góða samvisku. Af því að ég kaus hann ekki til þess að verða stjórnmálamann. Þeir sem kusu hann til að vera það stundum hafa minni rétt til þess að vera óánægðir. Þeir fengu það sem þá dreymdi um.

Hugmyndin um pólitískan forseta hugnast mér ekki endilega illa. En það er hluti af miklu stærri mynd og breytingum á stjórnskipan. Ég held að fáum hafi í reynd dottið í hug að einn maður gæti og ætti umboðslaus að taka sér þann rétt að breyta eðli embættisins eftir pólitískum eða persónulegum hentugleika.

Eitt er að nýta málskotsréttinn og þá ákvörðun hefur hann rökstutt af krafti en að nota Bessastaði til þess að skattyrðast við ríkisstjórn og þing eins og hann gerir núna fellur ekki að mínum smekk. Eru það kannski fríðindi sem fylgja málskotsréttinum?

Hér þarf að hugsa stærra og lengra og láta prinsippin ráða. Þeir sem vilja taka áhættuna og vona að Ólafur Ragnar taki „rétta“ stöðu næst eru að mínu viti að veðja í lottói þar sem líkur á vinningi eru hverfandi til lengri eða skemmri tíma..

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    „Ólafur Ragnar eru ekki í neinu liði öðru en sínu eigin og lýtur fáum lögmálum sterkar en þeim hvernig vinsældir hans liggja hverju sinni.“Bingó!Þúb

  • Anonymous

    Sammála þessari greiningu.

  • Anonymous

    Röggi, þetta var hárnákvæm og eftir því, hárrétt greining á persónu Ólafs Ragnars sem stjórnmálamanns (og forseta Íslands í þessu tilviki)Tek ofan af fyrir þessu.Uni

  • Anonymous

    „Ólafur Ragnar eru ekki í neinu liði öðru en sínu eigin og lýtur fáum lögmálum sterkar en þeim hvernig vinsældir hans liggja hverju sinni. Snúist vindar til nýrrar áttar er allt eins víst að Ólafur finni skoðunum sínum nýjan og uppfærðan farveg.“Hárrétt.Jón G

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur