Mánudagur 26.09.2011 - 14:19 - 4 ummæli

Björn Valur og rökræðan

Björn Valur Gíslason er magnaður kall. Honum skolaði til þings síðast þegar kosið var og kann að vekja athygli á sér. Það gerir hann að jafnaði með kjafthætti og stóryrðum og bætir sér að jafnaði upp málefnafátækt með þeim hætti.

Nú má ekki gera neitt án atbeina stjórnmálamanna. Allt skal ríkisrekið. Björn Valur telur þá best fallna til þess að taka yfir launin okkar og ákveða hvað eigi við þau. Þeir sem efast um slíkt eru bjánar að hans mati og gildir þá einu hvort menn rökstyðja sitt mál af styrk eður ei. Skynsamlegar og málefnalegur rökræður koma aldrei í staðinn fyfir almennilegann Íslenskan kjafthátt.

Björn Valur Gíslason afgreiðir flest mál þannig að úr því heimurinn fór á hliðina án þess að kommúnismi hafi verið þar einn að verki þá hljóti allt að lagast ef við bara tökum hann upp. Svo skammast hann út í allt sem er einka og gefur sér ekki tíma til að skilja að þjóðin er mest leið á stjórnmálamönnum eins og honum sem halda að þeir geri allt best.

Nú hafa tveir þingmenn leyft sér að hafa skoðun á verkefni sem stendur til að fara í og félagi Björn Valur getur ekki þolað þá gagnrýni þótt hún sé ágætlega rökstudd. Gagnrýnendur verksins hafa jafnvel efast um að fjármöngunin standist stjórnarskrá og reynt að koma þeirri hugsun skipulega frá sér.

En slíkt hentar Birni Val ekki og hann freistast til þess að telja það allt að því glæpsamlegt að „nota“ stjórnaskránna með þessum hætti. Ég geri ekki þá kröfu til þingmannsins að hann átti sig á hvernig þessi hugsun hans lítur út fyrir okkur hin.

Það notar enginn stjórnarskránna til eins eða neins félagi Björn Valur. Hún er til og hún er ekki pólitískt stjórntæki til að leika sér með í koddaslag í þinginu. Og þegar menn hafa efasemdir um að farið sé á svig við hana ber að taka það alvarlega.

En þá kýs Björn Valur að blása til sóknar og opinbera virðingarleysi sitt fyrir slíkum plöggum. Ekkert er að því að menn greini á enn það er engum til gagns að taka þann pól í hæðina sem Björn Valur tekur þegar hann annað hvort má ekki vera að pólitískum rökræðum eða hreinlega ræður ekki við það.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Ekkert einasta dæmi um það sem þú fullyrðir, engar röksemdir, bara upphrópanir! Ég þekki þennan umrædda mann ekki neitt en ef þú hefur rétt fyrir þér hlýturðu að geta fært rök fyrir máli þínu. Gerðu það til að vera marktækur!Matthías

  • Anonymous

    Sammála síðasta ræðumanni.Þú talar um að Björn Valur vilji vekja athygli á sér með „kjafthætti og stóryrðum“ nefndu þá dæmi um það maður… ég man ekki að BVG hafi verið með mikinn kjafthátt fyrir utan það að kalla forsetaræfilinn forsetaræfil… loksins þegar kemur maður sem segir Sjálfstæðimönnum málefnalega til syndanna þá verða þeir svo aumir og hörundssárir… svo koma svona náungar eins og þú og bulla bara út í eitt án nokkurra röksemda.

  • Anonymous

    Styrmir Gunnarsson var líka að tala um það að einka eitthvaðp væri orðið úrelt og að ríkið gæti alveg átt hluti. Ert þú ekki sjálfur bara risaeðla?

  • Anonymous

    Skildirðu ekki pistilinn hjá BVG?Hann er að gagnrýna nákvæmlega það sama og þú. Að menn noti stjórnarskrána til framdráttar eigin málstað.Vill bara svo til Röggi að hann er að gagnrýna menn úr þínu liði.ÞÚB

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur