Laugardagur 01.10.2011 - 13:02 - 7 ummæli

Egg eða múrsteinn

Nú kasta menn eggjum og þykjast gera það fyrir góðan málsstað. Ég hef alltaf verið þeirra skoðunar að enginn málsstaður réttlæti ofbeldi. Auðvitað er stigsmunur á því að fleygja múrsteinum eða eggjum en hann er ekki eðlis og nú hneykslast margir þeir sem fögnuðu múrsteinakasti búsáhaldabyltingarinnar. Hver þarf prinsipp þegar pólitík er annars vegar…..

Hugsanlega hefði enginn sagt neitt ef eitt eggið hefði ekki hæft þingmann sem féll við. Í búsáhaldabyltingunni voru svona smámunir taldir eðlilegur fórnarkostnaður og kastarinn að ástunda hetjulega borgaralega óhlýðni. Leiðtogar byltingarinnar töldu óhæfu að laganna verðir leyfðu fólki ekki að komast inn í þinghúsið þegar æsingurinn var í hámarki.

Ég hef sömu skoðun í þessu nú og þá og hvet málsmetandi menn til að læra af því hvernig fór síðast þegar eðlileg mótnæli gengu í hendur ofbeldismanna sem töldu sig í skjóli góðs málsstaðar ekki þurfa að lúta neinum lögum og lögregla og þingverðir urðu óvinur númer eitt.

Þá horfðu ótrúlega margir af þeim sem nú þurfa að þola andbyrinn á í velþóknun. Mótmælum svona framgöngu öll sem eitt og lærum af því hvernig stutthugsandi fólk hunsaði viðvaranir þeirra sem töluðu um stigmögnun síðast þegar óhlýðnir borgarar hófu byltinguna með einu litlu eggjakasti.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Anonymous

    Engu þarf FLokkurinn eftir sjáné af sér Hrunið sverjaþví konur eru kyrrar hjákörlum sem þær berja

  • Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

  • „nú hneykslast margir þeir sem fögnuðu múrsteinakasti búsáhaldabyltingarinnar“Ja hérna, þekkirðu EINHVERN sem „fagnaði“ múrsteinakasti fyrir þremur árum?? Og þú fullyrðir að það hafi ekki bara einn gert heldur MARGIR.Ég held að þetta sé tilbúningur hjá þér. Þetta heitir að endurskrifa söguna.

  • Anonymous

    Fagnaði ekki Álfheiður?

  • Anonymous

    Þar fyrir utan gerðist það ekki í eitt einasta skipti í búsáhaldabyltingunni að þingmaður væri beittur ofbeldi eða að mótmælendur reyndu að beita þingmenn ofbeldi.Það gerðist í eitt skipti að einhverjir, sem lögreglan sagði hafa verið „góðkunningja“ sína reyndu að kasta grjóti í lögregluna – og þá komu mótmælendur lögreglunni til bjargar og stilltu sér upp fyrir framan hana.Og nei, það er ekki til eitt einasta dæmi um að neinn hafi nokkurntímann fagnað því grjótkasti!Þessi uppákoma núna um helgina er einsdæmi.

  • Vissulega er gaman að rökræða þessi mál við fólk sem þorir að setja nafn og andlit við skoðanir sínar. Ekki síst fólk sem sér söguna eins og nafnlaus gerir…

  • Anonymous

    Nafnlaus sér „söguna“ eins og hún gerðist. Ef þú gætir bent á eitt einasta dæmi um að þingmaður hafi verið beittur ofbeldi í búsáhaldabyltingunni væri það áhugavert.Sömu leiðis ef þú gætir bent á fleiri dæmi um grjótkast – eða hrakið að þeir sem stóðu fyrir grjótkastinu hafi verið glæpamenn, ekki mótmælendur, eða sýnt fram á að mótmælendur hafi ekki snúist lögreglunni til varnar í það skiptið.Tilfellið er að í búsáhaldabyltingunni sýndi fólk borgaralega óhlýðni, var með hávaða og vann vissulega eitthvað eignatjón – en það var aldrei gerð tilraun til að beita þingmenn ofbeldi. Og það er enginn sem mælti grjótkastinu Já, og ef þér er svona uppsigað við að fólk kommenti nafnlaust, af hvejru að bjóða upp á þann valmöguleika? Hvernig væri þá líka að hafa einhverjar upplýsingar um sig sjálfan á bloggsíðunni? Annað en að þú heitir „Röggi“? Undir „view my complete profile“ kemur þetta sama upp. Að þú heitir „Röggi“, sem er ekki mannsnafn, búir í Hafnarfirði og hafir áhuga á tísku. Satt best að segja held ég að það sé enginn boggari sem gefur upp jafn litlar upplýsingar um sjálfan sig á bloggsíðu sinni: Þú hefur hvergi sett fullt nafn þitt á síðuna, og engar upplýsingar um sjálfan þig. Ef Eyjan gæfi ekki upp nafn þitt yrði að flokka þetta blogg þitt sem nafnleysingjablogg! Sem er svosem allt í lagi. Mín vegna. En mér finnst dálítið fyndið að maður sem ekki gefur upp eigin nafn á bloggsíðu sinni sé að skammast út í nafnlaus komment.Jónsi

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur