Mánudagur 24.10.2011 - 15:57 - Rita ummæli

Ég hef aldrei verið aðdáandi fjölmiðils eins og DV. DV telur sig vera í heilögu stríði þar sem allt er heimilt ef bara starfsmenn blaðsins telja sig vita sannleikann. Götuslúður og gróusögur fá vængi hjá DV og það finnst sumum gaman. Og svo selur það líka….

Ég ætla ekki að neita því að blaðið getur gert gott gagn en það eru slæmu dagarnir sem skyggja um of á þá góðu. Stundum fá blaðamenn DV menn og málefni á heilann.

Þá getur umfjöllunun orðið annað hvort á þá lund að verja menn út í eitt eða þá að hundelta fólk. Fólk sem á peininga eða telst til fyrirmenna á mjög undir högg að sækja hjá DV. Og jarðvegur fyrir neikvæðni í garð þannig fólks er frjór nú um stundir. Þar rær DV og fer of oft yfir strikið fyrir minn smekk.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur