Miðvikudagur 30.11.2011 - 15:52 - 3 ummæli

DV nauðgar fjölmiðli

Öllum getur orðið á. Gert mistök sem ekki þarf endilega að rekja til mannvonsku eða vilja til að meiða. Af einhverjum ástæðum eiga fjölmiðlar og fjölmiðlamenn erfitt með að játa mistök. Það er mannlegt og jafnvel eðlilegt að reyna að komast hjá slíkum óþægindum.

DV gerir auðvitað mistök annað veifið enda er blaðið skrifað af fólki og við erum öll manneskjur og gerum mistök. Slíkt er að sjálfsögðu hægt að fyrirgefa. En þá þarf að biðjast afsökunar.

Við þurfum ekki að vera sérmenntuð í fjölmiðlafræði til að sjá að svona vinnubrögð DV eru fyrir neðan allar hellur og eru auðvitað ömurleg mistök. Fall í fjölmiðlafræði 101 og tilraun til að sverta fólk sem hefur í engu unnið til þess.

Hef samt á tilfinningunni að eitthvað verði snúið fyrir blaðið að finna hvöt til að biðjast afsökunar þó að í þessu tilfelli sjái auðvitað allir menn að um ótrúlegan fantaskap er að ræða.

Það þarf heilmikinn orðhengilshátt og óskammfeilni í bland við útúrsnúningaáráttu til að biðjast hreinlega ekki bara afsökunar.

Við sjáum til…..

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Það er ekki furða að í hvert skipti sem kannað er traust almennings til fjölmiðla rekur DV lestina í eins stafa tölu.

  • Anonymous

    „Það þarf heilmikinn orðhengilshátt og óskammfeilni í bland við útúrsnúningaáráttu til að biðjast hreinlega ekki bara afsökunar“Er Röggi að senda FLokknum pillu?

  • Anonymous

    DV er ekki fjölmiðill heldur einkamiðill þeirra feðga Reynis og Trausta til að skeyta skapi þeirra á pólitískum andstæðingum.DV er réttilega Dagblað Vinstrimanna (DV), enda hefur DV ALDREI gagngrýnt núverandi stjórnvöld.Að kalla DV „frjálsan og óháðan“ fjölmiði, er móðgun við alla þá sem er frjálsir og óháðir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur