Miðvikudagur 30.11.2011 - 12:12 - 3 ummæli

Jón Bjarnason er leiðtoginn

Jón Bjarnason er magnaður maður. Hann hefur stýrt skóla og nú stýrir hann stórum og mikilvægum ráðuneytum og enginn veit beinlínis af hverju. Tilsvör mannsins þegar hann er undir smá ágjöf gefa annað tveggja eindregið til kynna.

Annað hvort er hann óhemjuskemmtilegur maður og fyndinn eða algerlega óhæfur til þeirra starfa sem hann hefur tekið að sér. Hvergi í heiminum kæmist ráðherra upp með að svara algerlega út í hött þegar hann er spurður nema menn reikni hreinlega ekki með svari. Sé það þannig segir það meira en mörg orð…..

Hitt er svo aftur morgunljóst að Jón Bjarnason er auðvitað glæstur fulltrúi skoðana VG þó hann eigi ekkert erindi með þær inni í þeirri ríkisstjórn, og reyndar engri ríkisstjórn, sem nú rær í allt aðra átt en VG.

Jón Bjarnason hefur því ekki gert annað en að fylgja sannfæringu sinni og stefnumálum VG af einurð og festu. Það er formaður VG og þeir sem fengið hafa ráðherrastóla og sporslur aðrar sem hafa villst af leið sælir af setunni við kjötkatlana.

Jón Bjarnason er í mínum helsti leiðtogi hugmyndafræði VG og baráttumaður. Steingrím hefur aftur á móti borið af leið og hefur við illan leik tekist að forða klofningi hinum seinni. Sá mun vera óhjákvæmilegur með öllu hvort sem það verður fyrr eða seinna.

Þá munu Jón Bjarnason og fylgismenn hans hugmynda losna við Steingrím sem hefur fengið ráðherraveiki sem birtist þannig að hann man ekki lengur fyrir hvað hann stendur, eða stóð öllu heldur. Það eina sem skiptir hann máli er að vera ráðherra.

Þegar þetta gerist fer fylgi VG fara niður í það sem það á auðvitað að vera……

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Það var frétt í hádeginu á RÚV um fyrrum vinnustað Jóns, Háskólann á Hólum. Þar kom fram að skólinn hefði farið ítrekað fram úr fjárheimildum á undanförnum árum. Skólinn hefur þó haldið sig innan fjárheimilda síðastliðin tvö ár. Jón var skólastjóri/rektor þar á þeim tíma er um ræðir og þeir Skagfirðingar sem ég þekki og hef talað við eru allir sem einn sammála um að meðan Jón var skólastjóri hafi hann farið um á, eins og þeir orða það, frekjunni.Þýðir það ekki á mannamáli að erfitt sé að vinna með viðkomandi?ÞÚB

  • Anonymous

    Það gæti verið skondið að rifja þennann pistil upp seinna þegar þið verðið komnir í stjórn (með framsókn eða samfylkingu) og samstarfsflokkurinn lætur ekki nógu vel að stjórn.Það er nefnilega erfitt að standa 100% á sínum prinsippum og lífsskoðunum þegar maður er í samsteypustjórn. Enn erfiðara þegar „hinir“ í stjórninni gera það…kv.jens gíslason

  • Anonymous

    Alltaf gaman að svona stjórnarandstöðuráðherrum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur