Laugardagur 03.12.2011 - 10:33 - Rita ummæli

Ég sit hikandi og velti því fyrir hvort ég eigi að fjalla um ýmsar hliðar ákærunnar á hendur Gillz. Ég geri mér grein fyrir því að vegna stöðu hans er málið til öðruvísi umfjöllunnar en annarra en er hugsi yfir sumu af því sem ég hef lesið nú þegar.

Drífa Snædal tjáir sig og hefur nú þegar rannsakað málið og dæmt í því. Það er reyndar þannig að Drífa þessi myndi fyrir öðrum dómstólum en götunnar teljast vanhæf vegna fyrri samskipta við ákærða í málinu.

Það sem skiptir máli hér er að fólk sýni stillingu og taki ekki of fljótt í gikkinn eins og Drífa gerir. Ég þekki ekki til svona mála en treysti mér þó til þess að vera sammála því að það þarf kjark til þess að ganga þann veg sem þessi stúlka gerir.

Og það þarf líka kjark til þess að dæma menn eins og Drífa gerir án þess að vita mikið annað um málið en að kærur ganga á milli. Og það þarf líka nokkurt skilningsleysi á því góða prinsippi að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sjö? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur