Miðvikudagur 07.12.2011 - 21:07 - Rita ummæli

Hvurskonar fréttamennsku er verið að bjóða upp á frá alþingi? Fréttamaður RÚV tekur viðtal við froðusnakkandi Steingrím Sigfússon til að ræða fjárlagafrumvarpið. Þar kemst Steingrímur upp með það að segja bara eitthvað og tala út og suður.

Allskonar fullyrðingar og fréttamaður sem augljóslega hefur ekki kynnt sér frumvarpið eitt augnablik situr bara undir þegjandi og getur ekki beðið eftir því að spyrja um það hvort þessi eða hinn sé ekki að hætta að vera ráðherra.

Jóhanna Vigdís er greinilega hin mætasta kona en hefur ekkert í þetta að gera. Eini maðurinn sem reynir að standa fyrir pólitískri umræðu í fjölmiðlum, Egill Helgason, og virðist hafa til þess einhverja burði hefur því miður ekki metnað til hlutleysis.

Fyrir vikið hafa menn eins og Steingrímur Sigfússon komist upp með innantómt en hljómfagurt orðagjálfur frá því hann settist í stólinn sem hann neitar að yfirgefa.

Fjölmiðlamenn nenntu ekki að kynna sér Icesave samninginn hans og átu upp landráðatal um snilldina gagnrýnislaust.

Og eru enn við þetta gagnslausa heygarðshorn.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur