Eitt af því sem blasir svo við þegar maður les bókina um Icesave skandal Steingríms og Svavars og er í raun gegnumgangandi er vesældómur fjölmiðla í málinu.Þeir voru upp til hópa alveg liðónýtir allan þann tíma sem það mál tók.
Mér varð hugsað til þess þegar ég heyrði Jóhönnu Vigdísi þingfréttakonu taka viðtal við Steingrím J kvöld. Viðtalið var tekið vegna umræðna um fjárlög ríkissins. Fréttamaðurinn hafði jafnvel enn minni áhuga en Steingrímur á því að ræða efnisatriði frumvarpsins og því var talinu beint frá frumvarpinu og að ráðherraskiptum fyrirhuguðum.
Jóhanna Vigdís er greinilega hin mætasta kona en ef hún hefur ekki tíma eða nennu til þess að spyrja gagnrýnna spurninga er kannski best að hún geri eitthvað annað en að vera fréttamaður með starfsstöð á alþingi.
Refur eins og Steingrímur J snæðir svona fréttamennsku eins og ekkert sé. Þannig hagaði hann sér líka í kringum allt Icesave hneykslið sitt og fjölmiðlar brugðust algerlega skyldu sinni og virðast ætla að halda áfram að gera það þegar Steingrímur J Sigfússon á í hlut.
Röggi
Rita ummæli