Laugardagur 31.12.2011 - 12:26 - 3 ummæli

Eyjan og átök ríkisstjórnarflokka

Ríkisstjórn riðar til falls og það dylst engum. Allt og þá meina ég allt er upp í loft innan beggja flokka. Fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á slíku efni. Eyjan er þar ekki undanskilin. En þar er áhuginn nánast bara á það hvað gerist hjá öðrum flokknum en ekki hinum. Hvernig má það vera?

Ég hef aldrei áður upplifað aðra eins löngum fólks til þess að sitja í embættum eins og þá löngun sem Jóhanna/Össur og Steingrímur eru að sýna.

Steingrímur hefur fyrir nokkru gert það upp við sig að VG skipti hann engu máli lengur heldur eingöngu hvað hentar honum til skamms tíma.

Öðruvísi er það hjá aðalritara Össur því honum er ekki sama um flokkinn sinn. Hann ræður þar öllu og hefur talað út um að flokkurinn þurfi nýja forystu og helst hugmyndir sem er frumleg tillaga eftir nokkurra ára tilveru.

Að sönnu er það ekki nýtt að ráðherraskiptum fylgir átök en núna gerist það að pirringur bæði innbyrðis og gagnvart samstarfsflokki leysist úr læðingi. Sem er afleitt sé því sullað saman við stríðsástand innandyra sem ýmist tengist foringjaræði Steingríms eða forystuátökum Samfylkingarmegin.

Ég get auðvitað ekki orðað þetta mikið betur en Kristrún Heimisdóttir gerir. VG og Samfylking eiga hvort annað skilið en er ekki að verða tímabært að leysa þjóðina undan þessum botnlausa skrípaleik?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Anonymous

    Fyndið hvað hrunverjar eru pirraðir yfir síðustu hrókeringum stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin hefur líkleg aldrei verið sterkari en í dag og engin spurning að hún lýkur kjörtímabilinu með glæsibrag. Allaveganna miðað við skítinn og spillinguna sem hún tók við af Sjallabjálfunum + hækjunni. Þó er Samfylkingin enn of heterogen, kemur vel í ljós í ummælum Kristrúnar Heimisdóttur, sem var hluti af ISG klíkunni, sem nær eyðilagði flokkinn. Haukur Kristinsson

  • Anonymous

    Af hverju minnist þú ekkert á ræðu Árna Páls á flokkstjórnarfundinum, Röggi? Þar er nú efni í kenningasmíð.ÞÚB

  • Hallo.I have visited your interesting blog.Do You want visit the my blog for an exchange visit?Grazie.http://internapoli-city-2.blogspot.com/Happy New Year – From Italy

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur