Föstudagur 06.01.2012 - 12:11 - Rita ummæli

Eins og yfirleitt áður sýnist hverjum sitt eftir val íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Og þannig á það að vera sér í lagi þegar margir koma til greina eins og er að jafnaði. Mér finnst margir tala um þetta kjör eins og það sé hávísindaleg niðurstaða sérfæðingahóps sem lá saman yfir málinu lengi.

Vissulega eru íþróttafréttamenn einhversskonar sérfræðingar en þetta er leynileg kosning og huglægt mat hvers og eins hlýtur að vega talsvert. Þessu má ekki gleyma.

Annie Mist er frábær íþróttamaður um það eru allir sammála held ég og geðþekk mjög.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur