Föstudagur 20.01.2012 - 14:27 - 4 ummæli

Alþingi: Lýðskrumarasamkoma eða löggjafarþing?

Atli Gíslason flutti magnaða ræðu í þinginu í dag. Hann er laus undan oki þeirra þingmanna sem annað hvort kunna ekki eða þora að taka málefnalega og fræðilega rökstudda afstöðu til orða þeirra sem gerst þekkja til og segja að meðferð þingsins á landsdómsákæunni hafi verið afleit og í raun til skammar.

Þeir sem hæst tala fyrir því að loka bara augunum og láta flokkspólitíska stundarhagsmuni ráða staðfesta með orðum sínum svo óyggjandi er að málið er fyrst og fremst flokkspólitískt. Allir eru þó sammála um að á þeim formerkjum megi alls ekki reka málið.

Ég er þess fullviss að það hefur verið afar óþægilegt fyrir þingmenn marga að sitja undir ræðu Atla. Kannski munu einhverjir reyna að klína því á Atla Gíslason að hann standi með Sjálfstæðisflokknum í sukki og vilji ekki gera upp hrunið!

Ég er sammála þeim sem segja að þetta mál er prófsteinn á þingið og stöðu þess. Er alþingi bara vetfangur fyrir gargandi lýðskrumara með pólitískan eigin metnað eða er alþingi stofnun sem lætur sig fræði og fagmennsku skipta meira máli.

Menn geta haft þá skoðun að ákæra skuli ráðherra fyrir landsdóm og fært fyrir því rök. En af hverju ekki má ræða mjög vel ígrundaðar efasemdir um að málsmeðferðin hafi verið meingölluð afhjúpar menn og kemur upp um getuleysi manna til að starfa fyrir stofnun sem er ætlað að setja okkur lög.

Hér er enn eitt dæmið um það hvernig framkvæmdavaldið leikur löggjafarþingið okkar.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Landsdómur sjálfur hefur tekið afstöðu til þess hvort að málsmeðferðin sé tæk, og úrskurðað að svo sé. Er það ekki nóg? Annars er erfitt að sjá annað en að þetta snúist um að dómurunum þar sé ekki treystandi?Sami dómur taldi einnig saksóknarann hæfan til að reka málið. 4 af 6 ákæruliðum standa enn, en dómurinn taldi fyrsta ákæruliðinn falla undir aðra sem upp voru taldir, en einn var felldur alfarið niður.Rannsóknarnefnd Alþingis taldi jafnframt ástæðu til að kæra. Þar var á ferðinni eina faglega úttektin á því hvort lög um ráðherraábyrgð hafi verið brotin. Ég ætla ekki að mæla því bót, að ekki skyldi farið að tilmælum hennar og 3 ráðherrar ákærðir. Það breytir hins vegar ekki niðurstöðu nefndarinnar sem taldi ástæðu til að kæra, m.a. Geir.Þessi leikur sem er í gangi í þinginu er þ.a.l. ekkert annað en pólitík, í reynd mun meiri pólitík en sú að landsdómur skyldi kallaður saman!Kv, Andrés

  • Anonymous

    Andrés svaraði þessu öllu.

  • Anonymous

    Eru núverandi landsfeður ekki búnir eða langt komnir að skapa sér sök hjá landsdómi,vegna aðgerða og úrræðaleysis.Það ætti að senda þingmennina út á meðal fólksins og láta þá vinna á þeirra lúsarlaunum, því pólitíkin er gjöramlega orðin ófær um að stjórna landinu, og það fyrir löngu. Fá svo tvo til þrjá menn sem kunna að reka fyrirtæki til að stýra batteríinu.Lýðræðið er orðið okkur andskoti dýrt.

  • Anonymous

    Frábært – nú er bara að boða til kosninga og hefjast handa við uppbyggingu til framtíðar. Draga svo kommúnistaliðið allt fyrir Landsdóm fyrir hegðun sína i icesave málinu og hvernig heimilin hafa þurft að staðgreiða hrunið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur