Sunnudagur 22.01.2012 - 23:05 - 6 ummæli

Tvískinnungur Birgittu

Hvernig er það Birgitta Jónsdóttir. Má forseti þings bara skipta sér af málum sem eru fyrir almennum dómstólum en ekki leyfa meirihluta þings að ræða ákæru sem þingið stendur að þegar rökstuddur efi er í hugum meirihlutans um að ákæran sé kannski ekki í lagi?

Hvernig er hægt að taka mark á því þegar Birgitta segist ekki þola það sem hún kallar afskipti forseta þings af málum sem eru fyrir dómstólum þegar þessi sama Birgitta hamaðist á þessum sama forseta þegar 9 menningarnir voru ákærðir eftir rannsókn til þess bærra stofanana fyrir brot á hengingarlögum?

Ég frábið mér athugasemdir um að þessi mál séu ekki sambærileg enda er það Birgitta sem valdi sér þetta prinsipp en ekki ég.

Hvernig skýrir orðabókin tvískinnung?

Rögg

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Anonymous

    Já já, þessi mál eru fullkomlega sambærileg, enda Ásta Ragnheiður og Bjarni Benidiktsson með fullkominn tvískinnungshátt líka, nema bara akkurat á hinn veginn.Birgitta vildi að Alþingi skipti sér af 9-menningunum, en vill ekki að Alþingi skipti sér meira af Haarde.Bjarni og Ásta Ragnheiður vildu ekki að Alþingi skipti sér nokkuð að 9-menningunum, en berjast fyrir því ljóst og í leynum að fá mál Haarde í þinglega meðferð.Eini sjáanlegi munur á hræsni og tvískinnung þessarra aðila er að Birgitta hefur einungis getað talað með tvískinnungshætti, en Bjarni Ben og Ásta Ragnheiður hafa ekki aðeins talað með slíkum hætti heldur hefur vilji þeirra – og þarmeð tvískinnungsháttur – orðið ofan á.

  • Anonymous

    Þessi mál eru ekki eins út af einum stórum grundvallarmun: Alþingi er núna „saksóknari“, en var það ekki í máli nímenninganna. Þannig að Alþingi getur alveg ákveðið núna í máli Geirs að draga ákæruna til baka, alveg eins og það hefði verið hlutverk saksóknara að draga ákæruna gegn nímenningunum til baka á sínum tíma, hefði hann svo kosið.Vegna þess að þessu er svona háttað þá var það einmitt kórrétt afstaða Ástu og Ögmundar á sínum tíma að hlutast í engu um að saksóknari drægi ákæruna til baka. Það hefði verið óeðlilegt.Þar sem Alþingi er núna saksóknari þá horfir þetta öðruvísi við. Þetta er ekki flókið að skilja. En líklega hentar sumum að sjá þetta ekki. Pólitík.Að Birgitta skuli ýta á að Ásta hefði áhrif á málið gegn nímenningunum en sé að vinna að vantrauststillögu núna er bara fáránlegt. Og, já, er tvískinnungur af hæstu sort. Sem er leitt, mér finnst Birgitta hafa staðið sig vel á þingi og mun eflaust gera það áfram.Það er líka merkilegt að lesa sumar samsæriskenningarnar í þessu máli, eins og að Ögmundur og Guðfríður Lilja hafi verið „keypt“ eða hafi látið Sjalla kaupa sig. Þau eru prinsipp fólk sem ég er sjaldnast sammála en ég ber mikla virðingu fyrir því hvað þau eru einlæg og trú í sinni sannfæringu. Að telja þau hafa „selt sig“ er hálfvitaumræða af hæstu sort.En af einhverjum sökum þá eru sumir álitsgjafar áreiðanleg vonbrigði.Kv. Grétar Thor.

  • Anonymous

    9-menningar: Alþingi kærir.Haarde: Alþingi ákærir sem og kærir.Það verður aldrei mál nema einhver kæri. Það er samnefnarinn, því eru þessi mál alveg eins.Í 9-menningamálinu hefði Alþingi getað ákveðið að kæra ekki eða falla frá kæru. Sem og í máli Haarde. Þó það sé siðlaust að gera svo í máli Haarde og vafasamt að megi gera svo, enda ákærur ekki háðar geðþótta. Ríkissaksóknara gæti fundist það óheppilegt af einhverjum ástæðum að viðhalda ákæru á hendur X, en meðan engin efnisleg (raunveruleg) breyting hefur átt sér stað á eðli máls X, þá ber saksóknara að halda málinu áfram.Fólki er gjarnt að tala sem svo að Alþingi sem saksóknara sé leyfilegt að hegða sér ólíkt saksóknurum þeim sem starfa í landinu. Svo er ekki.En málin eru eins og hræsnin á báða bóga. Nema þeirra sem töldu að mál 9-menninganna skyldi haldið áfram, sem og máli Haarde.Þeir skilja rauverulega réttvísi.

  • Anonymous

    Má ekki gera athugasemdir við þingstjórn sem hleypir málum á dagskrá fram fyrir önnur mál sem lengi hafa beðið, og eru mun nauðsynlegri fyrir þjóðina?

  • Anonymous

    Nafnlaus @ 12:29,Kærandinn í máli nímenningana er vinnustaðurinn Alþingi, ekki löggjafarvaldið Alþingi.

  • Anonymous

    Þú meinar að það hafi verið stofnunin Alþingi, Ásta Ragnheiður í forsvari fyrir hana, sem kærði 9-menningana.Vissulega, þó bannar ekkert Alþingi sem fjölskipuðu valdi að koma saman og samþykkja þingsályktun um að draga til baka kæru þá sem Ásta Ragnheiður lagði fram – enda Ásta Ragnheiður bara ákærandi í umboði Alþingis.Ásta Ragnheiður hefði þurft að gegna, ellegar segja af sér.Kunnuglegt ha.Sama upp á teningnum í Landsdómsmálinu, bara skipta út Ástu Ragnheiði fyrir saksóknara Alþingis og 9-menningana fyrir Haarde.Menn verða eins og kleinur að afsaka aðgerðir Alþingis í ljósi aðgerðarleysis gagnvart 9-mennignunum á meðan margur Alþingismaðurinn fer hver um annann þverann til að vernda Haarde frá dómstólnum. Bjarni Ben er nákvæmlega jafn mikill hræsnari og Birgitta – en Ásta Ragnheiður ber höfuð og herðar yfir hinum í hræsninni. Það er merkingalaus aðgreining að tala um „vinnustaðinn“ Alþingi og „löggjafarvaldið“ Alþingi. Það er sami hlutur, kæra á hendur 9-menningunum var skv. lögum um löggjafarvaldið Alþingi. Það var ekki vegna brots á vinnustaðalöggjöf.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur