Sunnudagur 22.01.2012 - 22:22 - Rita ummæli

Tvískinnungur Birgittu

Birgitta Jónsdóttir ætlar að safna undirskirftum til vantrausts á forseta þings. Og það vegna þess að þingmaðurinn telur forseta hafa með því að hleypa tillögu Bjarna Ben á dagskrá þings vaðið inn á verksvið dómstóla.

Áhugavert og skemmtilegt hvað virðingin fyrir þessum prinsippum er valkvæður í tilfelli þessa þingmanns.

Ekki er langt síðan þessi þingmaður lagði afar hart að þessum sama forseta að skipta sér af því þegar 9 menningarnir voru að undangenginni rannsókn til þess bærra stofnana ákærðir.

Þá eins og nú var alþingi ákærandi. Ég frábið mér alla útúrsnúninga um að málin séu ekki sambærileg því það er val Birgittu að telja þessa prinsippástæðu til.

Í tilfelli 9 menninganna var um að ræða ákæru er varðaði brot á hegningarlögum og mig rekur ekki minni til þess að til atkvæðagreiðslu hafi komið í því máli en í hinu tilfellinu voru það þingmenn og aðrir ekki sem voru ákærendur.

Birgittu fannst eðlilegt að forseti skipti sér af 9 menningunum allt fram að dómsorði en telur það afskipti af dómstólum þegar meirihluti alþingis sem ákærir til landsdóms telur ástæðu til að ræða hvort að ákærunni hafi eðlilega verið staðið. Það er fyrir venjulegt fólk allverulega mikilvægur þáttur.

Þetta er auðvitað fullkomlega galin afstaða hjá Birgittu sem þolir ekki nokkra skoðun.

Svo er áhugavert það sjónarmið í sjálfu sér að þingheimur megi hreinlega ekki ræða sum mál. Hvað ætli sé að óttast í því?

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur