Mánudagur 30.01.2012 - 12:20 - 4 ummæli

Umboðsmenn sannleikans og dómstól götunnar

Það eru engin ný sannindi fólgin í því að erfitt er að verja sig þegar dómstóll götunnar réttar yfir mönnum. Sú aðferð gamla þrjótsins Mc Carty að láta menn neita ásökunum þótti í eina tíð ekki boðleg en er í dag orðið meginstefið í rekstri heils fjölmiðils.

DV er blað sem lýtur fáum lögmálum betur en seinum eigin. Þar víkur allt annað undan. Fáist einhver til að skrifa nógu skemmtilega spunasögu um einhvern dugar það ritstjórn blaðsins til þess að hefja herferð gegn viðkomandi.

Bjarni Ben er skólabókardæmi um þetta. DV trúir því að hann sé sekur í hinu umtalaða Vafningsmáli og þá telur ritsjórn blaðsins vera fulla sönnun fyrir sekt hans og tekur til óspilltra málanna.

Og smyr frétt um málið aftur og aftur á síður blaðsins. Og bætir því svo gjarnan við að Bjarni Ben neiti hreinlega að bera af sér sakirnar. Gamli fautinn að vestan hefði vart gert betur í den. En hver er raunverulega staða málsins?

Í dag bregst Bjarni við þessari orrahríð með prýðilegri grein. Ég geri mér glögga grein fyrir því að andstæðingar Bjarna og Sjálfstæðisflokksins lesa þessa grein með lokuð augu og munu svo hafna henni að fullu.

Með þeim orðum að hann svari engu og útskýri ekkert. Hvoru tveggja er í besta falli áunninn misskilningur drifinn áfram af pólitík. Hvernig er hentugt fyrir menn sem hafa stöðu sekra fyrir dómstóli götunnar að afsanna sektina telji þeir á annað borð eðlilegt að þurfa að gera slíkt?

Þeir sem hafa þrek til að lesa greinina sjá auðvitað að Bjarni gerir það sem honum er mögulegt til að neita ásökunum dómstólsins. Hvaða réttlæti er í því að einbeitt neitun á sök dugi ekki gegn einbeittum en ósönnuðum fullyrðingum fjölmiðils um sekt?

En þannig stendur málið nefnilega. Bjarni neitar því sem borið er á hann en þeir sem vilja smyrja neita að taka mark á því og segja það engin svör! Slíkt er svo ótrúlega léttvægt að engu tali tekur.

Almennt er það þannig þó ég skilji að málið er viðkvæmara fyrir stjórnmálamann að þeir sem ákæra skulu bera fram sannanir. Neitun ákærðra stendur sem fullgilt svar og gott nema annað sannist.

Þetta skilja allir sem hafa þurft að sæta rannsókn af hvaða tagi sem hún er. Þetta er regla númer eitt í mannréttindasáttmálum og stjórnmálamenn eru varla algerlega undanþegnir. En það er fleira í þessari sögu…

Nú er það bara þannig að Bjarni Ben hefur verið kallaður til skýrslutöku vegna þessa mál sem VITNI. Þeir sem um málið véla og hafa öll göng og ættu að geta talist hæfir til þess að lesa það hafa sem sagt metið það þannig að Bjarni sé hvorki til rannsóknar sjálfur né verði hann ákærður.

En þannig smámunir duga DV ekki sem heldur sínu striki og heggur á báðar og endurtekur það sem áður hefur verið sagt og lemur svo á Bjarna vegna þess að hann getur ekki afsannað til fullnustu ásakanirnar.

Ég spyr. Hvernig á honum að vera það mögulegt öðruvísi en að gera það með eindreginni neitun opinberlega og svo með því að mæta til skýrslutöku við rannsókn málsins?

Komi í ljós að Bjarni Ben hafi gerst sekur um eitthvað í þessu mun ég ekki reyna að verja hann en ég kýs að treysta öðrum en DV til að dæma í þeirri sök.

Þeir sem segjast kyndilberar sannleikans eina hafa alltaf í gegnum alla söguna verið fólk sem telur sig hafið yfir lög og rétt. Verið fólk sem bara veit og telur það skyldu sína að fylgja sannfæringu sinni alveg óháð öðrum grundvallaratriðum.

Vegferð DV í þessu máli er gott dæmi um slíkt.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Anonymous

    Sannleikurinn er að DV er í ofstækisfullri hatursherferð gegn Bjarna Ben og Sjálfstæðisflokknum.Hvað veldur þessari heift manna á DV gagnvart Sjálfstæðisflokknum og formanni hans, er rannsóknarefni út af fyrir sig.Aftur á móti strýkur DV stjórnarflokkunum alltaf réttsælis og passar það að varpa ekki skugga á þá.Síðustu helgi var DV t.d. með drottningarviðtal við Steingrím J.Að kalla DV (Dagblað Vinstrimanna) „frjálst og óháð“ blað, er móðgun við alla þá sem eru frjálsir og óháðir.

  • Anonymous

    Skjölin sem hann skrifaði undir voru semsagt ekki fölsuð?

  • Anonymous

    Þú svarar ekki spurningunni frekar en Bjarni. Hefur Bjarni sagt þér prívat og persónulega að skjölin séu ekki fölsuð eða er það eitthvað sem þú finnur á þér?

  • Anonymous

    Nafnlausir.Ef þið farið og skrifið undir skjöl sem útbúin eru áður en þið komið til að skrifa undir þau ( Nota bene fyrir pabba ykkar og náinn frænda og í vottuðu umboði)sem eru eingöngu til að leggja fram tryggingar en ekki til að nálgast peninga, eru þið þá sekir um að taka þátt í athæfi hvort sem um sekt var að ræða eða ekki? Ef þið skrifið undir ´sölu á bíl, í umboði barna ykkar (eða föður), eru þið þá sekir ef bílinn er „Lemon“. Þið eruð ekki í lagi.Kv.Sveinbjörn

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur