Færslur fyrir janúar, 2012

Föstudagur 20.01 2012 - 23:27

Til hvers er að tala um háttvísi segir einn leikmanna Norska landsliðsins í handbolta eftir að Slóvenar tóku okkur viljandi með sér í milliriðla í kvöld. Það gerðu þeir með því að leyfa okkur að skora þangað til markatalan var þeim sjálfum hagstæð. Ég veit ekki hvað er verst í þessu, reglurnar sem bjóða upp […]

Föstudagur 20.01 2012 - 14:27

Alþingi: Lýðskrumarasamkoma eða löggjafarþing?

Atli Gíslason flutti magnaða ræðu í þinginu í dag. Hann er laus undan oki þeirra þingmanna sem annað hvort kunna ekki eða þora að taka málefnalega og fræðilega rökstudda afstöðu til orða þeirra sem gerst þekkja til og segja að meðferð þingsins á landsdómsákæunni hafi verið afleit og í raun til skammar. Þeir sem hæst […]

Föstudagur 20.01 2012 - 10:53

Björn Valur og landsdómsklækirnir

Hún birtist manni stundum undarlega lýðræðisástin. Núna vilja sumir þingmenn visa frá tillögu um að fella niður ákæru á hendur Geir Haarde fyrir landsdómi. Hvað er fallegt við þá hugmynd? Björn Valur Gíslason hefur ekki fundið tilfinningum sínum betri farveg frá því að hann barðist með kjafti og klóm fyrir Iscsave samningi Steingríms og Svavars […]

Þriðjudagur 17.01 2012 - 22:59

Er hægt að tapa fallega?

Við töpuðum fyrir Króatíu í gær. Það þarf ekki að koma á óvart enda Króatía stórveldi eins og litla Ísland í handbolta. Líklega þarf helvíti góðan leik af okkar hálfu og þá kannski pínu dapran af þeirra hálfu svo við vinnum þá. Íþróttir eru samt ekki raunvísindi og allt getur gerst. Stundum vinna „slakari“ liðin […]

Þriðjudagur 17.01 2012 - 14:50

Enn um landsdóm af gefnu tilefni

þeir eru margir angarnir af landsdómsmálinu. Tillaga Bjarna Ben um að draga ákæru á hendur Geir Haarde til baka er allt í einu ekki lengur tillaga um að draga ákæruna til baka heldur spurning um það hvort ríkisstjórn heldur velli. Það bjagar málið og gerir umfjöllun um tillöguna stórfurðulega. Hæfustu menn í lögum hafa tekið […]

Mánudagur 16.01 2012 - 20:50

Þá er fyrsti leikur okkar á EM að baki.

Laugardagur 14.01 2012 - 16:10

Helgi Seljan móðgast

Helgi Seljan er mikill snillingur og alveg stórskemmtilegt að fylgjast með honum móðgast gegna þess að annar álíka snillingur móðgast vegna áramótaskaupsins. Í raun og veru veit ég ekkert hvers vegna hárin rísa á fjölmiðlamanninum glaðbeitta þó fólk leyfi sér að hafa skoðun á áramótaskaupinu. Ég hélt nefnilega að Helgi Seljan væri alvöru töffari sem […]

Föstudagur 13.01 2012 - 10:18

Ábyrgðarhlutur

Stundum segja atvinnustjórnmálamenn að það sé ábyrgðarhluti að hlaupast undan mikilvægum verkum í miðri vinnunni. Þennan frasa nota menn stundum þegar stjórnarndstaða bendir á að hægt gangi og best væri að hleypa öðrum að. Sú ríkisstjórn sem nú situr þykist einmitt vera í þeirri stöðu að allt fari hér á hliðina ef núverandi ráðherrar fara […]

Fimmtudagur 12.01 2012 - 10:19

Már í mál

Ekki er nú öll vitleysan eins. Már Guðmundsson klæðskerasaumaður seðlabankastjóri Jóhönnu forsætisráðherra hefur stefnt vinnuveitanda sínum og krefst þess að samningar um kjör og kaup standi. Og þó það nú væri segi ég og velti því fyrir mér af hverju Már hefur beðið með að fara fram á þetta þar til nú. Ráðning hans á […]

Miðvikudagur 11.01 2012 - 08:48

Róbert Spanó og landsdómsumræðan

Hver er þessi Róbert Spanó? Er það enn einn skælandi Sjálfstæðismaðurinn sem þolir ekki að Geir Haarde sæti ákæru fyrir landsdómi? Hvað er hann að vilja með skrifum sínum um landsdóm? Róbert Spanó er ekki bara einhver venjulegur spaði. Hann er forseti lagadeildar HÍ og maður sem treyst hefur verið fyrir afar erfiðum úrlausnarefnum. Þar […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur