Eitt af því sem var fyrirséð að myndi gerast í kjölfar hrunsins var að skilin á milli hægri og vinstri hlutu að skerpast. Hér er við völd glerhörð vinstri stjórn sem vinnur eftir hugmyndafræði sem var notuð með ömurlegum afleiðingum fyrir austan gamla járntjaldið sem flestir fagna að tilheyrir nú sögunni til.
Eftir nokkra mánuði af slíku stjórnarfari hafa flestir fengið nóg bæði þolendurnir þ.e. þjóðin og svo auðvitað vinstri flokkarnir sjálfir. Það er ekki bara stíllinn sem er vandamálið heldur stefnan sjálf alveg ofan í rót.
Til að bregðast við þessu hafa vinstri menn brugðið á það ráð að tala alls ekki um vinstrið heldur eingöngu um hægri. Einn þeirra er gamli þráhyggjufanturinn jonas.is. Hann er enn með Davíð á heilanum og virðst ekki hafa tekið eftir því að nú stjórna aðrir menn.
Ég tel að kenningin um að heimskreppuna megi skrifa á örfáa Íslenska ráðamenn sé alveg út í hött og skiptir auðvitað engu þó menn eins og jonas.is þrástagist. Engu skiptir hvaða stjórnarfar var við lýði þegar systemið hrundi. Allsstaðar varð hrun og eini munurinn á okkur og flestum öðrum löndum var að við gátum ekki staðið storminn af okkur eins og margir aðrir.
En menn eru auðvitað frjálsir að þeirri skoðun að grunn lögmál hins vestræna viðskiptaheims séu vandinn. Ég hef séð og heyrt öfluga menn sem ekki eru uppfullir af kreddum eins og gamli ritstjóri DV halda uppi áhuaverðum umræðum um slíkt.
En enga menn hef ég samt heyrt tala af sannfæringu um eitthvað annað og betra en það sem vestræn ríki hafa valið. Alveg er víst að þær vonlausu hugmyndir sem menn höfðu í austanverðri Evrópu voru og eru ónýtar þó enn sé verið að þumbast við hér.
Og meira að segja jonas.is veit þetta og hefur því fundið nýjan vinkil. Hann persónugerir vandann í klassískum DV stíl og heldur upp linnulausu rugli um að örfáir menn búsettir hér á landi hafi sett landið á hliðina.
Þetta hljómar eins og tónlist í eyrum sárþjáðra vinstri manna sem fagna þessu hálmstrái.
Rita ummæli