Miðvikudagur 15.02.2012 - 18:10 - Rita ummæli

Ritstjórar DV gefa út skemmtilega yfirlýsingu í dag. Þar eru þeir eins og móðguð maddama vegna þess að Bjarni Ben trúir því ekki að blaðið sé hlutlaust og hikar ekki við að segja frá því. Reyndar trúir því varla nokkur maður…..

DV er aggresívur fjölmiðill sem hikar í engu en þolir mönnum ekki að hafa skoðanir á efnistökum og nálgunum. Blaðið telur „ásakanir“ Bjarna vega að grunnstoðum fjölmiðils. Hvað er átt við þarna?

Þegar rétthugsandi stjórnmálamenn segja það sem þeim dettur í hug um bæði ritstjóra Moggans og blaðið sjálft er það stundum stórfrétt í DV. Þá er hugsun um grunnstoðir fjölmiðils fjarri feðgunum sem skrifa undir þessa yfirlýsingu.

Feðgarnir gerast heimspekilegir og ræða hlutverk sitt sem er að upplýsa og ég ber fyrir því fulla virðingu. En úr orðum þeirra má lesa að Bjarni hafi í engu brugðist við umfjöllun um sín mál og með því reynt að koma sér undan umfjöllum um viðskiptasögu sína.

Hvoru tveggja er alrangt en blaðið hefur bara ekki tekið mark á viðbrögðunum jafnvel þó þau séu studd niðurstöðum athugunar á því máli sem blaðið er í raun að fjalla um. Niðurstöðum sem leiddu í ljós að hlutur Bjarna varðar alls ekki við lög.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur