Mánudagur 27.02.2012 - 15:09 - 2 ummæli

Búsáhaldabyltingin finnur sér óvin

Spaugilegt að fylgjast með því hvernig „eigendur“ búsáhaldabyltingarinnar eru að bregðast við því að lögreglumaðurinn Geir Jón ætlar að segja okkur sögur af því hvernig afstaða og framkoma bæði þeirra sem voru fyrir utan þinghús og innan þegar mest lét var.

Nú er Geir Jón ekki lengur hinn járntrausti og mikilsvirti lögreglumaður sem hann hefur alltaf verið heldur skilgreindur óvinur sem ekki er mark á takandi. Öfugt við suma aðra sem þykjast geta boðið söguriturum upp á hlutlaust mat á öllu sem snýr að þeirri atburðarás sem varð á endanum til þess að flestu sómakæru fólki var ofboðið að fylgjast með fólki lumbra á lögreglumönnum sem höfðu það til saka unnið að gera það sem þeim ber að gera og munu alltaf gera þegar fólk vill beita ofbeldi í baráttu fyrir málsstað sinn.

Af hverju slyldu þeir sem stóðu í farabroddi slagsmálanna telja sig eina þess bæra að segja söguna? Hver gefur fólki einkaréttinn í þeim efnum?

Ég sé ekki betur en að byltingarfullttrúar sumir hafi tekið til við að neita því sem Geir Jón hefur að segja og það áður en hann hefur talað. Hvað óttast fólk að hann hafi fram að færa?

Lögreglumenn eru með ýmsar pólitiskar skoðanir en ég þori að veðja að þeir hafa ekki haft tíma til þess að stilla þær af þessa daga. Fyrir mér er það ruddalegt í meira lagi að neita að taka mark á því sem forystumenn lögreglunnar hafa um þessa daga að segja af því að Geir Jón er ekki í „réttum“ flokki. Hversu langt nennir fólk að ganga í pólitískum rétttrúnaði?

Þessi bylting hefur auðvitað étið börnin sín fyrir nokkru og nú vilja þessi börn ekki að aðrir en rétthugsandi menn fá að tala.

Ekki finnst mér mikil reisn yfir þessu….

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Anonymous

    Ef þú hlustar á það sem Geir Jón vinur minn sagði kemstu að því að orð hans voru oftúlkuð, rangtúlkuð og mistúlkuð.Hinsvegar finnst mér ekkert að því að fólk eins og t.d. Illugi segi frá sinni hlið á málinu.Þetta eru þegar öllu er á botnin hvolft hvort eð er ekert annað en skoðanir þeirra aðila sem tjá þær.Rétt eins og pistillinn þinn.Þorsteinn Úlfar Björnsson

  • Anonymous

    Man ekki betur en að það hafi komið fram og um verið fjallað í forsætisnefnd að einhverjir innandyra hafi sýnt af sér vanhugsaða hegðun á erfiðum tímum – sem í versta falli verður flokkað sem greindarskortur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur