Mánudagur 12.03.2012 - 12:12 - Rita ummæli

Vonbrigði margra með framvindu málsins gegn Geir Haarde fyrir landsdómi eru illa dulin. Sér í lagi þeirra sem héldu í raun að þessi pólitísku réttarhöld myndu leiða það í ljós að Geir væri einn til ábyrgðar fyrir hruninu.

Gagnrýnin sem fram hefur komið snýst að mestu um form en minna um það sem þar er að koma fram. Fyrir mér er augljóst að sumir töldu að þarna yrði um pólitískt uppgjör að ræða en það var í grunninn misskilningur.

Landsdómur er ekki og á ekki að vera tæki ríkjandi stjórnvalda hverju sinni til að berja á hinu liðinu. Þegar þessum kafla lýkur mun löggafinn væntanlega taka til við að breyta lögum um dóminn enda leyndu þeir sem vildu ákæra Geir því alls ekki eftir atkvæðagreiðsluna að á því væri brún þörf, en bara ekki fyrr en eftir að Geir var ákærður.

Hinir rétttrúuðu virðast hafa gleymt ákæruatriðum og lögfræðilegum prinsippum sem um landsdóm gilda. Fram til þessa hefur saksóknara ekki tekist að renna sterkum stoðum undir ákæruna en vissulega hafa þeir sem höfðu fyrirframskoðun á sekt Geirs getað kroppað ein og ein ummæli og sett í umferð í pólitískum tilgangi.

Því hefur fókusinn færst yfir á gamallt stig sem er óbeit á sumum vitnanna miklu frekar en að því sé velt upp hvað viðkomandi hafa haft efnislega að segja. Þetta var viðbúið og hefur afhjúpað hvernig ýmsir málsmetandi menn líta þennan blessaða landsdóm.

Ef ekki tekst að negla Geir telur þetta fólk án efa að eitthvað hafi verið athugavert við þá vinnu sem saksóknari lagði í málið. Jafnvel fólk sem taldi ákærurnar skotheldar fyrir nokkrum dögum.

Bloggarar og álitsgjafar hafa snarlega skipt um skoðun og trúa nú hverjum því vitni sem fæst til þess að ýta undir efann um Geir. Menn sem hafa átt mjög undir högg að sækja hafa skyndilega breyst úr bankaræningjum í sannleikselskandi sagnfræðinga. Magnað að fylgjast með þessu….

Landsdómur hefur fram til þessa staðfest það í stórum dráttum að varla verður hægt með neinni sanngirni að halda Geir ábyrgum. Það var hlutverk landsdóms og annað ekki og í því ljósi verður að meta það hvernig til tekst en ekki hvort pólitískum fylkingum líkar við niðurstöðurnar.

Röggi

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur