Hreyfingin fékk sér kaffisopa í ráðherrabústað. Það þykir sumum merkilegt og sjá í þessum molasopa allskonar plott.
Slíku neita þingmenn Hreyfingarinnar eindregið og upplýsa að þau hafi þegið sopann til þess að segja vanmáttugri ríkisstjórn að þau muni greiða atkvæði með þeim málum sem þeim lýst vel á.
Þarf að boða til hátíðarfunda til að koma þessum boðskap til skila? Af hverju getur Hreyfingin ekki viðurkennt að hún hyggst tryggja áframhaldandi líf þessarar vesalings stjórnar komi til þess að að henni verði sótt vantraust.
Ég geri ekki athugasemdir vilji Hreyfingin gerast stuðningshjól Jóhönnu og Steingríms. Það er heilmikil yfirlýsing en hin að flokkurinn hyggist styðja góð mál úr eigin smiðju eru engin tíðindi.
Óttinn við kosningar hefur mörg andlit.
Röggi
Rita ummæli